Ekki verði áfrýjað til yfirdeildar Sveinn Andri Sveinsson skrifar 18. mars 2019 08:00 Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn íslenska ríkinu kom ekki öllum á óvart. Margir í lögfræðingastétt, þ.á m. undirritaður, töldu meiri líkur en minni að þetta yrði niðurstaðan. Einnig átti dómurinn ekki að koma stjórnvöldum á óvart þegar hafður er í huga sá forgangur sem dómstóllinn veitti málinu strax í upphafi. Gaf það ákveðnar vísbendingar um að svona gæti farið og gaf fullt tilefni til þess fyrir stjórnvöld að vera klár með viðbragðsáætlun. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt mikið upp úr því að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni (5-2) auk þess sem „forseti dómsins“ hafi staðið að minnihlutaatkvæði. Í fyrsta lagi er rétt að halda því til haga að fulltrúi Íslands í MDE, Róbert Spanó, er forseti deildarinnar. Hann víkur hins vegar úr forsetastól þegar kemur að málefnum Íslands. Það var því varaforseti deildarinnar sem var í forsæti í þessu máli og stóð að minnihlutaatkvæðinu. Í öðru lagi er sláandi þegar dómurinn er lesinn, að á sama tíma og dómur meirihlutans er ákaflega vandaður bæði að orðfæri, uppbyggingu niðurstöðu og rökstuðningi; í hefðbundnum stíl dómara, sver atkvæði minnihlutans sig meira í ætt við stóryrta blaðagrein. Er býzna óvenjulegt að sjá í dómi orð eins og „overkill“ og að þannig sé tekið til orða: „þó að flugmaðurinn hafi gert mistök við stjórn vélarinnar sé óþarfi að skjóta vélina niður.“ Sjálfkrafa verður minna mark takandi á dómsniðurstöðu sem rökstudd er með svo óhefðbundnum og ólögfræðilegum hætti. Einnig vekur athygli að minnihlutinn notar það sem röksemd að afleiðingar dómsins séu drastískar; við hann opnist pandórubox ómerkingarkrafna o.s.frv. Miklar afleiðingar dómsniðurstöðu í aðildarríki er hins vegar ekki málsástæða sem MDE getur byggt á; honum ber einfaldlega að túlka ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og dæma samkvæmt því. Dómur MDE er mjög einfaldur í uppbyggingu og skýr í rökstuðningi. Hann bendir á hið augljósa sem er að Hæstiréttur Íslands hafi í þeim málum sem höfðuð hafi verið af umsækjendum um dómaraembætti og ýtt var út af lista þeim sem lagður var fyrir Alþingi, komist að þeirri niðurstöðu annars vegar að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún tók út fjóra umsækjendur út af þeim 15 manna lista, sem hæfisnefnd hafði talið hæfustu umsækjendurna og setti aðra fjóra umsækjendur inn á listann og svo hins vegar að Alþingi hafi brotið gegn ákvæðum dómstólalaga með því að kjósa í einu lagi um öll 15 dómaraefnin, en ekki hvert um sig. Hæstiréttur hafi vissulega ekki talið að þetta leiddi til þess að dómstóllinn væri ekki skipaður skv. lögum þannig að varðaði við 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. En þegar kemur að ætluðum brotum gegn MSE hefur MDE hins vegar síðasta orðið og það var niðurstaðan að vegna téðra annmarka sem Hæstiréttur hafði staðfest, væru fjórmenningarnir sem færðir voru inn á 15 manna listann ekki löglega skipaðir í skilningi MSE. Viðbrögð við dómi MDE eru í grófum dráttum þrískipt. Fyrst eru þeir sem segja að ekki eigi að bregðast við dómnum með neinum hætti; niðurstaðan sé ekki bindandi og eigi Landsréttur og ríkisstjórn að leiða hana hjá sér. Þessi leið er ekki fær. Dómar MDE eru þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir Ísland aukinheldur sem íslenskir dómstólar hafa ávallt og undatekningalaust beygt sig undir túlkanir MDE á ákvæðum MSE. Væri það frekar öfugsnúið, loks þegar dómur MDE beindist að dómurunum sjálfum, að hunza niðurstöðu MDE. Aðrir, þ.á m. forsætisráðherra og nýskipaður dómsmálaráðherra telja að málið sé það mikilvægt, bæði á landsvísu og í Evrópu, að hugsanlega sé rétt að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE. Þriðji kosturinn er sá að una niðurstöðu MDE og grípa strax til aðgerða við að koma málefnum Landsréttar í rétt horf til frambúðar. Er athyglisvert að Dómstólasýslan hefur hefur mælt fyrir þessu og goldið varhug við því að áfrýjað sé til yfirdeildar. Tekið er undir þau sjónarmið. Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að yfirdeildin snúi við þessari niðurstöðu, þó vel megi ætla að hún samþykki að taka málið fyrir. Er það bæði vegna þess hve vel rökstuddur dómurinn er og svo í annan stað vegna þess að niðurstaðan í þessu máli eru skýr skilaboð til stjórnvalda í löndum eins og Póllandi og Ungverjalandi að vera ekki að veitast að sjálfstæði dómstóla landanna. Í öðru lagi getur ákvörðun um áfrýjun ekki tekið mið af pólitískum hagsmunum fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sér þetta sem líflínu til sín, né heldur má þetta snúast um stöðu þeirra fjögurra dómara sem nú eru vissulega í afleitri stöðu. Horfa ber á málið út frá almannahagsmunum. Það eru hagsmunir almennings í landinu að dómskerfið starfi með eðlilegum hætti og að hinn nýi áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hangi ekki í lausu lofti. Áfrýjun til yfirdeildar gerir ekkert annað en framlengja óvissuna og magna upp það hörmungarástand sem skapast hefur og verður orðið enn súrara eftir væntanlega staðfestingu yfirdeildar en nú er. Og er ekki á bætandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) frá 12. marz sl. í máli GAÁ gegn íslenska ríkinu kom ekki öllum á óvart. Margir í lögfræðingastétt, þ.á m. undirritaður, töldu meiri líkur en minni að þetta yrði niðurstaðan. Einnig átti dómurinn ekki að koma stjórnvöldum á óvart þegar hafður er í huga sá forgangur sem dómstóllinn veitti málinu strax í upphafi. Gaf það ákveðnar vísbendingar um að svona gæti farið og gaf fullt tilefni til þess fyrir stjórnvöld að vera klár með viðbragðsáætlun. Sumir stjórnmálamenn hafa lagt mikið upp úr því að dómurinn hafi verið klofinn í afstöðu sinni (5-2) auk þess sem „forseti dómsins“ hafi staðið að minnihlutaatkvæði. Í fyrsta lagi er rétt að halda því til haga að fulltrúi Íslands í MDE, Róbert Spanó, er forseti deildarinnar. Hann víkur hins vegar úr forsetastól þegar kemur að málefnum Íslands. Það var því varaforseti deildarinnar sem var í forsæti í þessu máli og stóð að minnihlutaatkvæðinu. Í öðru lagi er sláandi þegar dómurinn er lesinn, að á sama tíma og dómur meirihlutans er ákaflega vandaður bæði að orðfæri, uppbyggingu niðurstöðu og rökstuðningi; í hefðbundnum stíl dómara, sver atkvæði minnihlutans sig meira í ætt við stóryrta blaðagrein. Er býzna óvenjulegt að sjá í dómi orð eins og „overkill“ og að þannig sé tekið til orða: „þó að flugmaðurinn hafi gert mistök við stjórn vélarinnar sé óþarfi að skjóta vélina niður.“ Sjálfkrafa verður minna mark takandi á dómsniðurstöðu sem rökstudd er með svo óhefðbundnum og ólögfræðilegum hætti. Einnig vekur athygli að minnihlutinn notar það sem röksemd að afleiðingar dómsins séu drastískar; við hann opnist pandórubox ómerkingarkrafna o.s.frv. Miklar afleiðingar dómsniðurstöðu í aðildarríki er hins vegar ekki málsástæða sem MDE getur byggt á; honum ber einfaldlega að túlka ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og dæma samkvæmt því. Dómur MDE er mjög einfaldur í uppbyggingu og skýr í rökstuðningi. Hann bendir á hið augljósa sem er að Hæstiréttur Íslands hafi í þeim málum sem höfðuð hafi verið af umsækjendum um dómaraembætti og ýtt var út af lista þeim sem lagður var fyrir Alþingi, komist að þeirri niðurstöðu annars vegar að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn stjórnsýslulögum þegar hún tók út fjóra umsækjendur út af þeim 15 manna lista, sem hæfisnefnd hafði talið hæfustu umsækjendurna og setti aðra fjóra umsækjendur inn á listann og svo hins vegar að Alþingi hafi brotið gegn ákvæðum dómstólalaga með því að kjósa í einu lagi um öll 15 dómaraefnin, en ekki hvert um sig. Hæstiréttur hafi vissulega ekki talið að þetta leiddi til þess að dómstóllinn væri ekki skipaður skv. lögum þannig að varðaði við 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. En þegar kemur að ætluðum brotum gegn MSE hefur MDE hins vegar síðasta orðið og það var niðurstaðan að vegna téðra annmarka sem Hæstiréttur hafði staðfest, væru fjórmenningarnir sem færðir voru inn á 15 manna listann ekki löglega skipaðir í skilningi MSE. Viðbrögð við dómi MDE eru í grófum dráttum þrískipt. Fyrst eru þeir sem segja að ekki eigi að bregðast við dómnum með neinum hætti; niðurstaðan sé ekki bindandi og eigi Landsréttur og ríkisstjórn að leiða hana hjá sér. Þessi leið er ekki fær. Dómar MDE eru þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir Ísland aukinheldur sem íslenskir dómstólar hafa ávallt og undatekningalaust beygt sig undir túlkanir MDE á ákvæðum MSE. Væri það frekar öfugsnúið, loks þegar dómur MDE beindist að dómurunum sjálfum, að hunza niðurstöðu MDE. Aðrir, þ.á m. forsætisráðherra og nýskipaður dómsmálaráðherra telja að málið sé það mikilvægt, bæði á landsvísu og í Evrópu, að hugsanlega sé rétt að áfrýja málinu til yfirdeildar MDE. Þriðji kosturinn er sá að una niðurstöðu MDE og grípa strax til aðgerða við að koma málefnum Landsréttar í rétt horf til frambúðar. Er athyglisvert að Dómstólasýslan hefur hefur mælt fyrir þessu og goldið varhug við því að áfrýjað sé til yfirdeildar. Tekið er undir þau sjónarmið. Í fyrsta lagi er afar ólíklegt að yfirdeildin snúi við þessari niðurstöðu, þó vel megi ætla að hún samþykki að taka málið fyrir. Er það bæði vegna þess hve vel rökstuddur dómurinn er og svo í annan stað vegna þess að niðurstaðan í þessu máli eru skýr skilaboð til stjórnvalda í löndum eins og Póllandi og Ungverjalandi að vera ekki að veitast að sjálfstæði dómstóla landanna. Í öðru lagi getur ákvörðun um áfrýjun ekki tekið mið af pólitískum hagsmunum fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem sér þetta sem líflínu til sín, né heldur má þetta snúast um stöðu þeirra fjögurra dómara sem nú eru vissulega í afleitri stöðu. Horfa ber á málið út frá almannahagsmunum. Það eru hagsmunir almennings í landinu að dómskerfið starfi með eðlilegum hætti og að hinn nýi áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hangi ekki í lausu lofti. Áfrýjun til yfirdeildar gerir ekkert annað en framlengja óvissuna og magna upp það hörmungarástand sem skapast hefur og verður orðið enn súrara eftir væntanlega staðfestingu yfirdeildar en nú er. Og er ekki á bætandi.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun