Halldór: Fannst þetta ódýr afgreiðsla á leiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2019 22:13 Halldór var ekki ánægður með sóknarleik FH í kvöld. vísir/bára Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara FH, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu við Aftureldingu í kvöld. „Kannski áttum við ekkert meira en stig skilið. Þetta var ekki góður handboltaleikur og mikið um mistök. Við vorum lengst af ólíkir sjálfum okkur. Miðað við spilamennskuna er eiginlega með ólíkindum að við höfum náð jafntefli. Það var ekki fyrr en á síðustu 10-15 mínútunum að við spiluðum alvöru sókn,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Það truflar mig að við höfum ekki spilað betur en þetta og mér finnst ódýrt að skrifa það á bikarinn um síðustu helgi. Við vorum værukærir.“ Halldór sagði varnarleik FH hafa verið góðan í leiknum og hrósaði Kristófer Fannari Guðmundssyni fyrir hans frammistöðu í marki bikarmeistaranna. „Hann var frábær í leiknum og vörnin líka. Að sama skapi skutum við illa á Arnór [Frey Stefánsson], sérstaklega í dauðafærunum. Það er ansi langt síðan við skoruðum bara 22 mörk í leik,“ sagði Halldór. Hann var ekki par ánægður með dómgæsluna í leiknum, ekki síst í lokasókn FH þar sem honum fannst Bjarni Ófeigur Valdimarsson eiga að fá vítakast. „Við áttum að fá víti og brottvísun undir lokin. Leikmenn Aftureldingar viðurkenndu það. Hann var felldur. Það er með ólíkindum að Mosfellingar hafi ekki fengið neina brottvísun í leiknum. Það voru mörg atvik þar sem hefði verið hægt að reka þá út af. Mér fannst dómarnir vera mjög passívir gagnvart þeim og aggresívir gagnvart okkur. Það var mín upplifun. Mér fannst þetta vera ódýr afgreiðsla á leiknum undir lokin,“ sagði Halldór að endingu. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 22-22 | Markverðirnir í aðalhlutverki FH og Afturelding skiptu með sér stigunum í Kaplakrika. 17. mars 2019 22:45 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari nýkrýndra bikarmeistara FH, var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna í jafnteflinu við Aftureldingu í kvöld. „Kannski áttum við ekkert meira en stig skilið. Þetta var ekki góður handboltaleikur og mikið um mistök. Við vorum lengst af ólíkir sjálfum okkur. Miðað við spilamennskuna er eiginlega með ólíkindum að við höfum náð jafntefli. Það var ekki fyrr en á síðustu 10-15 mínútunum að við spiluðum alvöru sókn,“ sagði Halldór við Vísi eftir leik. „Það truflar mig að við höfum ekki spilað betur en þetta og mér finnst ódýrt að skrifa það á bikarinn um síðustu helgi. Við vorum værukærir.“ Halldór sagði varnarleik FH hafa verið góðan í leiknum og hrósaði Kristófer Fannari Guðmundssyni fyrir hans frammistöðu í marki bikarmeistaranna. „Hann var frábær í leiknum og vörnin líka. Að sama skapi skutum við illa á Arnór [Frey Stefánsson], sérstaklega í dauðafærunum. Það er ansi langt síðan við skoruðum bara 22 mörk í leik,“ sagði Halldór. Hann var ekki par ánægður með dómgæsluna í leiknum, ekki síst í lokasókn FH þar sem honum fannst Bjarni Ófeigur Valdimarsson eiga að fá vítakast. „Við áttum að fá víti og brottvísun undir lokin. Leikmenn Aftureldingar viðurkenndu það. Hann var felldur. Það er með ólíkindum að Mosfellingar hafi ekki fengið neina brottvísun í leiknum. Það voru mörg atvik þar sem hefði verið hægt að reka þá út af. Mér fannst dómarnir vera mjög passívir gagnvart þeim og aggresívir gagnvart okkur. Það var mín upplifun. Mér fannst þetta vera ódýr afgreiðsla á leiknum undir lokin,“ sagði Halldór að endingu.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 22-22 | Markverðirnir í aðalhlutverki FH og Afturelding skiptu með sér stigunum í Kaplakrika. 17. mars 2019 22:45 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 22-22 | Markverðirnir í aðalhlutverki FH og Afturelding skiptu með sér stigunum í Kaplakrika. 17. mars 2019 22:45