Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2019 21:00 Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Sjá meira
Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57