Rahm leiðir fyrir lokadaginn eftir frábæran dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. mars 2019 23:13 Jon Rahm vísir/getty Jon Rahm tók efsta sætið af Tommy Fleetwood og Rory McIlroy á þriðja degi Players-mótsins sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Rahm átti stórkostlegan hring í dag, besta hring allra á þessum þriðja og næst síðasta degi mótsins. Hann fór völlinn á átta höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, á 6. holu, en hann missteig sig ekki meir, fékk sjö fugla og örn á elleftu holu. Rahm er samtals í mótinu á 15 höggum undir pari og er höggi á undan Fleetwood og McIlroy sem voru í forystu fyrir daginn í dag. Hvorugur þeirra náði að komast á almennilegt flug í dag, þeir fóru hringinn á tveimur höggum undir pari. Tiger Woods féll niður töfluna en hann fór hringinn í dag á pari. Hann byrjaði hringinn illa, fékk tvo skolla í röð á annari og þriðju holu og kláraði fyrri níu með skolla á áttundu holu. Seinni níu voru betri og hann náði þremur fuglum og endaði á pari. Sautjánda holan, sem fór svo illa með Woods í gær, bjargaði málunum í dag þar sem Woods náði í fugl. Hann er nú í 43. sæti. Síðasti hringurinn fer svo fram á morgun og það er um mikið að keppa þar sem verðlaunaféð á mótinu er það hæsta af öllum mótum PGA mótaraðarinnar í ár. Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Jon Rahm tók efsta sætið af Tommy Fleetwood og Rory McIlroy á þriðja degi Players-mótsins sem er hluti af PGA mótaröðinni í golfi. Rahm átti stórkostlegan hring í dag, besta hring allra á þessum þriðja og næst síðasta degi mótsins. Hann fór völlinn á átta höggum undir pari. Hann fékk einn skolla, á 6. holu, en hann missteig sig ekki meir, fékk sjö fugla og örn á elleftu holu. Rahm er samtals í mótinu á 15 höggum undir pari og er höggi á undan Fleetwood og McIlroy sem voru í forystu fyrir daginn í dag. Hvorugur þeirra náði að komast á almennilegt flug í dag, þeir fóru hringinn á tveimur höggum undir pari. Tiger Woods féll niður töfluna en hann fór hringinn í dag á pari. Hann byrjaði hringinn illa, fékk tvo skolla í röð á annari og þriðju holu og kláraði fyrri níu með skolla á áttundu holu. Seinni níu voru betri og hann náði þremur fuglum og endaði á pari. Sautjánda holan, sem fór svo illa með Woods í gær, bjargaði málunum í dag þar sem Woods náði í fugl. Hann er nú í 43. sæti. Síðasti hringurinn fer svo fram á morgun og það er um mikið að keppa þar sem verðlaunaféð á mótinu er það hæsta af öllum mótum PGA mótaraðarinnar í ár.
Golf Mest lesið Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti „Hvernig datt ykkur í hug að gera þetta?“ Fótbolti Rautt á Slot í hádramatísku jafntefli Enski boltinn Þrjár ógildar lyftur hjá Sigríði Andersen á Evrópumótinu Sport Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? Handbolti Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034 Fótbolti Víkingar hættir í Lengjubikarnum Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Handbolti Með sigri verði Liverpool með aðra hönd á enska meistaratitlinum Enski boltinn Víkingar spila í frosti: „Velkomnir í Hel“ Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira