„Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2019 20:51 Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. Vísir/vilhelm „Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Dómurinn komst að einróma niðurstöðu 5-0 á þremur klukkustundum að öll þessi verkföll væru ólögmæt og stæðust ekki vinnulöggjöfina.“ Þetta segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við fréttastofu um úrskurð Félagsdóms í máli SA gegn Eflingu – stéttarfélagi. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að fjögur af þeim sjö verkföllum sem félagsmenn Eflingar greiddu atkvæði um og hafði verið boðað til væru ólögmæt. Hið fyrsta átti að koma til framkvæmda á mánudag. Um eru að ræða svokölluð örverkföll. „Við töldum augljóst að þessi túlkun gæti ekki staðist enda gengi þetta gegn þeirri meginreglu að vinnustöðvanir og verkföll byggi á því að fólk mæti ekki til vinnu og þiggi þar af leiðandi ekki laun fyrir en túlkun Eflingar var sú að fólk mætti til vinnu, myndi þiggja full laun fyrir en samt vera í verkfalli á sama tíma. Það er nú grunnurinn að þessari málshöfðun,“ segir Halldór. Aðspurður um hvernig kjaraviðræður gangi svarar Halldór því til að viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi þrátt fyrir að margt hafi þróast í rétta átt. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins og verkalýðsfélögin hafi skamman tíma til að ná saman áður en til hrinu verkfalla kemur. „Það er mikið í húfi að það takist að afstýra því. Verkföll eru allra tjón og valda gríðarlegu fjárhagslegu tjóni í samfélaginu og skerða getu atvinnurekenda að standa undir launahækkunum til framtíðar og það er mikilvægt að forða því. “ Halldór segir verkföll séu mikið hættuspil á þessum tímapunkti. „Það er alveg klárt að hagkerfið er að skipta mjög hratt um takt og hægja verulega á. Frá síðustu kjarasamningum hafa laun á almennum vinnumarkaði hækkað um 30% og lægstu laun í samfélaginu hafa hækkað um 40%. Það eyðist sannarlega það sem af er tekið og mér finnst mikið hættuspil að boða verkfallsaðgerðir inn í viðkvæmar kjaraviðræður ofan í kólnandi hagkerfi og á sama tíma og flugfélögin eru í kröppum dansi, eins og allir þekkja, og verulega hægir á í ferðaþjónustunni og hagkerfinu öllu,“ segir Halldór.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Félagsdómur segir örverkföll Eflingar ólögleg Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að örverkföll sem Efling hafði boðað til væru ólögleg og munu því ekki koma til framkvæmda. 15. mars 2019 18:53