Þingið vill að útgöngu úr ESB verði frestað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. mars 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Bretland Leitast á við að fresta útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þetta var samþykkt með miklum meirihluta á breska þinginu í gær, 412 studdu tillöguna en 202 lögðust gegn henni. Útgöngudagurinn hafði áður verið settur 29. mars og hafði Theresa May forsætisráðherra, sem og reyndar breska þingið, áður hafnað því að sækjast eftir frestun á útgöngu. Bretar munu nú þurfa að leita á náðir Evrópusambandsins um að fá umræddan frest. Samkvæmt tillögunni vilja Bretar að útgöngu verði frestað til 30. júní, það er að segja ef þingið hefur ekki samþykkt útgöngusamning þann 20. mars. Ef enginn samningur er samþykktur þyrfti ríkisstjórnin að fara fram á að fresta útgöngu á ný. Framkvæmdastjórn ESB sendi frá sér tilkynningu eftir að niðurstöður lágu fyrir. Þar fylgdist fólk náið með atkvæðagreiðslunni. „Beiðni um frestun krefst einróma samþykkis allra aðildarríkjanna. Það er leiðtogaráðsins að taka við slíkri beiðni, hafa í huga að nauðsynlegt er að tryggja áframhaldandi starfsemi stofnana ESB og velta fyrir sér ástæðunum fyrir frestun og lengd frestunarinnar.“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðsins, sagðist opinn fyrir frestun ef Bretar ná saman og breyta nálgun sinni. Frestun útgöngu virðist nauðsynleg nú þar sem þingið samþykkti í vikunni að útiloka samningslausa útgöngu. En þótt þingið vilji ekki útgöngu án samnings er ekki þar með sagt að hvaða samningur sem er dugi. Það sést greinilega á því að þingið hefur í tvígang hafnað samningnum sem ríkisstjórn May hefur gert við ESB með miklum mun. May hefur farið fram á þriðju atkvæðagreiðsluna um samning sinn í næstu viku til þess að freista þess að þurfa ekki að fresta útgöngu enn frekar. Þór Skýrandi The Times sagði að það yrði mikið verk fyrir stjórnina að ná meirihluta á bak við samninginn. Enn þarf að snúa á áttunda tug þingmanna Íhaldsflokksins, sem greiddu atkvæði gegn samningnum í vikunni, og þá þarf líka að snúa þingmönnum Lýðræðislega sambandsflokksins, norðurírska flokksins sem ver minnihlutastjórn Íhaldsflokksins vantrausti. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði eftir atkvæðagreiðsluna í gær að May þyrfti nú að sætta sig við að hvorki samningur hennar né samningslaus útganga væru raunhæfir möguleikar í dag. Hann hvatti May til þess að leggja snarlega fram frumvarp um frestunina og sagði að Verkamannaflokkurinn hefði sjálfur áætlun í útgöngumálum. Corbyn er ekki sá eini sem er ósáttur við það hvernig May hefur haldið á spilunum. Donald Trump Bandaríkjaforseti, sem hefur áður lýst ánægju sinni með að Bretar ætli út úr ESB, sagðist í gær steinhissa á því hversu illa hefði gengið í viðræðum. Hann hefði tjáð May hugmyndir sínar um hvernig væri best að bera sig að í viðræðum en hún ekki hlustað.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira