Fossvogsskóli: Frekari óvissa eftir að rakaskemmdir fundust í Fannborg 2 Atli Ísleifsson skrifar 13. mars 2019 19:06 Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. vísir/vilhelm Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust. Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Enn er óvissa um hvert nemendur í Fossvogsskóla munu sækja nám á mánudag eftir að rakaskemmdir fundust í húsnæði í Fannborg 2 í Kópavogi í dag þar sem til stóð að flytja skólastarfið fram á sumar. Greint var frá því um síðustu helgi að Fossvogsskóla yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þurfa því 350 nemendur skólans að sækja skóla annað fram á sumar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að fulltrúar borgarinnar hafi farið með fulltrúum Heilbrigðiseftirlits Kópavogs í húsnæðið í Fannborginni fyrr í dag. „Við sáum við ummerki eftir leka í gluggum og stöku stað í vegg. Eðlilega, til að hafa vaðið fyrir neðan okkur, pöntuðum við sýnatöku hjá Verkís til að hjálpa okkur með þetta. Við viljum ekki taka neina sénsa við val á húsnæði fyrir skólastarfið.“ Aðrir möguleikar skoðaðir Helgi segir að Fannborg 2 verði áfram til skoðunar, auk þess að leitað verði annarra möguleika. Áætlað er að skoðun Verkís komi til með að taka um fimm daga, þannig að niðurstaða ætti að liggja fyrir í lok dags á mánudag. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.Skipulagsdagar eru í Fossvogsskóla á morgun og föstudag og er áætlað að skólastarf hefjist á mánudag. Staðsetningin liggi því ekki endanlega fyrir. „Það má segja að það sé seinkun á vélinni,“ segir Helgi.Vel sóttur fundur með foreldrumFundur var með foreldrum nemenda í Fossvogsskóla í húsnæði Réttarholtsskóla nú síðdegis. „Það var fullur skilningur á þessu hjá foreldrum. Við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur. Við upplýsum foreldra jafnóðum og þetta var vel sóttur og góður fundur. Það er mikilvægt að fólk geti spurt og fengið allar upplýsingar frá þar til bærum aðilum.“ Gríðarmiklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar í Fossvogsskóla vegna myglunnar en þar þarf að rífa þak, loft og veggi. Fyrirhugað er að skólastarfið hefjist þar aftur í haust.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Tengdar fréttir Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00 Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mörg hundruð nemar flýja myglaðar stofur Fossvogsskóla verður lokað á miðvikudag. Leitað er nú að húsnæði fyrir meira en 300 nemendur. 11. mars 2019 07:00
Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. 12. mars 2019 20:20
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12