Ellefu samskonar mál á borði Mannréttindadómstólsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2019 11:28 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segir dóm Mannréttindadómstólsins tala sínu máli. Fréttablaðið/Anton Brink Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur skotið ellefu málum til Mannréttindadómstóls Evrópu til viðbótar við málið sem dæmt var í í gær. Þar komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að Landsréttur hefði verið ólöglega skipaður í málinu þegar maðurinn var sakfelldur fyrir umferðarlagabrot. Vilhjálmur krafðist þess við meðferð málsins að Arnfríður Einarsdóttir, einn dómaranna fjögurra sem Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra þvert á mat hæfisnefndar, viki sæti. Landsréttur hafnaði þeirri kröfu svo Vilhjálmur áfrýjaði til Hæstaréttar sem staðfesti dóminn í Landsrétti. Vilhjálmur fór í framhaldinu með málið til Mannréttindadómstólsins sem kvað upp dóm sinn í gær innan við ári síðar. Vilhjálmur lagði fram bókun í öllum málum sem hann flutti í Landsrétti, þar sem einn dómaranna fjögurra, var í dómarasætinu. Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í fyrra þar sem skipan dómara við Landsrétt var til umfjöllunar.fréttablaðið/eyþór Krafðist hann sýknu í málunum á grundvelli þess að dómurinn væri ólöglega skipaður og lýsti því yfir að hann áskildi sér rétt til að gera skaðabótakröfu fyrir hönd umbjóðenda sinna. Landsréttur hafnaði öllum kröfum Vilhjálms og vísaði til fyrrnefnds dóms Hæstaréttar. Af málunum ellefu sem nú eru á borði Mannréttindadómstólsins eru tíu sakamál og eitt einkamál. Málin eru komin með málsnúmer og má ætla að dómurinn í gær verði fordæmisgefandi í þeim öllum, enda samskonar mál. Koma verður í ljós hvernig íslenska ríkið bregst við þegar Mannréttindadómstóllinn sendir ríkinu málin til umsagnar. Sigríður Á. Andersen hefur líst því yfir að til skoðunar sé að áfrýja dómnum til Yfirdóms Mannréttindadómstólsins. Aðeins brot af málum sem áfrýjað er þangað eru tekin fyrir og getur tekið sinn tíma að fá niðurstöðu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur enn sem komið er ekki tjá sig um dóminn í gær. Hún vildi ekki tjá sig við fréttamann Stöðvar 2 á Keflavíkurflugvelli í morgun við komuna til landsins.Katrín var á sínum tíma harðorð á sínum tíma við skipun dómara í Landsrétt. Þá hefur Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ekki tjáð sig um málið.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33 Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30 Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Vilhjálmur segir dóm MDE tala sínu máli Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hyggst ekki tjá sig nánar um niðurstöðu MDE að svo stöddu því hann segir dóminn tala sínu máli. 12. mars 2019 14:33
Vantraust á dómsmálaráðherra óumflýjanlegt Formaður Samfylkingarinnar telur eðlilegt að dómsmálaráðherra segi af sér vegna Landsréttardóms Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir óumflýjanlegt að lýsa yfir vantrausti á ráðherra. Formaður Viðreisnar segir réttarríkið í óvissu vegna dómsins og viðbragða dómsmálaráðherra við honum. 12. mars 2019 17:30
Neitaði að tjá sig um dóm Mannréttindadómstólsins við komuna til Keflavíkur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, neitaði að tjá sig um Landsréttardóm Mannréttindadómstóls Evrópu við komuna til landsins í Leifsstöð nú í morgun. 13. mars 2019 07:18