Evrópa bannar flug á Boeing 737 MAX 8 Ari Brynjólfsson skrifar 13. mars 2019 06:15 Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða. Fréttablaðið/Anton brink Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega. Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Evrópska flugöryggisstofnunin, EASA, tilkynnti síðdegis í gær um bann við umferð Boeing 737 MAX 8 þotna í Evrópu. Fyrr um daginn ákvað Icelandair að taka sínar þrjár MAX 8 vélar úr rekstri um óákveðinn tíma í kjölfar þess að Bretar lokuðu lofthelgi sinni fyrir tegundinni. Fjöldi flugfélaga og flugmálayfirvalda um heim allan hafa kyrrsett vélarnar. Bann EASA nær einnig til Boeing 737 MAX 9 véla sem er lengri gerðin af MAX 8. Icelandair reiknar ekki með að lenda í sérstökum vanda fyrst um sinn vegna flugbannsins þar sem nokkuð er í háannatímann í fluginu og yfir 30 þotur í flota félagsins. Spurningar hafa vaknað um öryggi MAX 8 þotanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu skömmu eftir flugtak með rúmlega fjögurra mánaða millibili. MAX 8 vél hrapaði í Indónesíu í lok október með þeim afleiðingum að 189 létust. Vél Norwegian nauðlenti í Íran um miðjan desember eftir að bilun kom upp. Um síðustu helgi hrapaði vél í Eþíópíu og með henni fórust 157 manns. Flugmálayfirvöld í Kína kyrrsettu vélar sinna flugfélaga á mánudag. Í gær bönnuðu flugmálayfirvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Malasíu og Ástralíu flug véla í sinni lofthelgi. Bann EASA tók gildi klukkan 19.00 í gær og þurfti að snúa nokkrum MAX 8 vélum við í loftinu. Dæmi eru um að vélar af þessari tegund hafi verið notaðar í leiguflugi til og frá landinu. Heimsferðir hafa leigt slíka vél í gegnum tékkneska flugfélagið Smartwings. Sú vél er staðsett á Kanaríeyjum. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, sagði að sú vél hefði flogið til og frá Íslandi í gær. „Þeir voru að nota MAX 8 vél síðasta haust og í byrjun árs. Það gekk mjög vel, enda nýjar og fínar vélar. Alltaf á réttum tíma,“ sagði Tómas. „Þetta eru vélar sem byrja á Kanaríeyjum. Ég spurðist fyrir um hvort þeir muni ekki nota 737 MAX vélarnar það sem eftir er vetrar. Bara til þess að vera viss.“ Eftir að Tómas spurðist fyrir kom í ljós að vélin sem kom til Íslands í gærmorgun og fór síðdegis var af gerðinni MAX 8. „Við vitum aldrei fyrir fram hvaða vélar þeir nota. Þeir eiga eftir að fljúga þrjú flug í viðbót fyrir okkur frá Kanaríeyjum, miðað við það sem hefur gengið á geri ég ráð fyrir að þeir muni fljúga 737 MAX 8 síðustu flugin,“ sagði Tómas í gær en nú virðist ólíklegt að af því verði enda gildir bann EASA hér á landi. Isavia hefur ekki upplýsingar um hvort fleiri MAX 8 vélar fljúgi til og frá landinu í leiguflugi. Flugfélögin sem hafa notað vélarnar hér á landi, Icelandair og TUI, hafa kyrrsett þær. Ekki fengust upplýsingar frá Samgöngustofu um hvort rætt hafi verið um að banna vélarnar í lofthelgi Íslands sérstaklega.
Birtist í Fréttablaðinu Boeing Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira