Ferskir vindar Davíð Þorláksson skrifar 13. mars 2019 07:00 Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Fundur Íslendinga á Kanaríeyjum ályktaði á laugardaginn í þá veru að fresta ætti að heimila innflutning á fersku kjöti. Ályktunin kemur líklega um 12 árum of seint, en það var árið 2007 sem íslensk stjórnvöld ákváðu að Ísland myndi innleiða matvælalöggjöf Evrópusambandsins. Með því varð ljóst að við myndum þurfa að leyfa innflutning á fersku kjöti eins og síðar hefur verið staðfest af bæði Hæstarétti og EFTA-dómstólnum. Matvælalöggjöf ESB gerir, eðli málsins samkvæmt, ekki greinarmun á kjöti og fiski. Og þar stendur hnífurinn í Galloway-kúnni. Þetta mál snýst nefnilega fyrst og fremst um útflutning á fiski, en ekki innflutning á kjöti. Viðskiptafrelsi er ekki einstefnugata. Ef við takmörkum innflutning á kjöti þá verður mun erfiðara fyrir okkur að flytja út fisk til ESB. Í því felast mun stærri hagsmunir í krónum talið fyrir Ísland. Aukið framboð af kjöti fyrir íslenska neytendur og ferskir vindar viðskiptafrelsis eru bara rúsínan í franska pylsuendanum. Samhliða þessu verður gripið til mótvægisaðgerða til að draga úr hættu á að sýkingar berist til landsins. Það er þó aldrei hægt að koma algerlega í veg fyrir slíkt enda geta þær borist með erlendum ferðamönnum sem koma hingað til lands og Íslendingum sem ferðast erlendis. Grundvallaratriði er þó, í þessu eins og öðru, að treysta fullorðnu fólki til að taka sjálft ákvarðanir um það hvað það kaupir sér. Ætli til dæmis Íslendingarnir á Kanarí hafi tekið með sér nesti að heiman eða tekið upp vegan lífsstíl á meðan þau eru ytra?
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun