Nemendur Fossvogsskóla fara í Kópavog Sylvía Hall skrifar 12. mars 2019 20:20 Engin kennsla fer fram í Fossvogsskóla út skólaárið. Vísir/vilhelm Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla. Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Kennsla Fossvogsskóla út þetta skólaár mun fara fram í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar, nánar tiltekið að Fannborg 2. Um helgina var greint frá því að skólanum yrði lokað frá og með næsta fimmtudegi vegna myglu. Þetta kemur fram í bréfi sem Aðalbjörg Ingadóttir, sendi á foreldra nemenda við skólann fyrr í dag en hún segir húsnæðið vera hentugt og það hafi áður verið nýtt þegar leggja þurfti niður skólahald í Kársnesskóla. Þar sé jafnframt hægt að koma fyrir kennslu fyrir alla árganga skólans sem sé ómetanlegt fyrir börnin og starfshópinn. „Auðvitað mun það taka okkur nokkurn tíma að koma öllu í röð og reglu en við erum sannfærð um að þetta muni ganga vel,“ segir í bréfinu. Einnig kemur fram að undirbúningur fyrir flutning muni hefjast á fimmtudag og föstudag og mun skólinn njóta leiðsagnar sérfræðinga um hreinsun og val á búnaði og gögnum. Þá verði starfsfólk frá öðrum frístundaheimilum til þess að hægt verði að hafa frístundaheimilið opið allan daginn. „Auðvitað eru þetta breytingar fyrir starfsfólk og börnin – en með samstilltu átaki, gleði og bjartsýni er allt hægt.“Búist við því að opna skólann aftur í haust Tólf vikur eru eftir af skólaárinu og munu nemendur því klára skólaárið í Kópavogi. Börnin munu með rútum frá Fossvogsskóla að Fannborg og verður börnunum ekið til baka í lok skóladags. Ljóst er að ráðast þarf í framkvæmdir við Fossvogsskóla en heildarúttekt sem Verkís gerði á skólanum í kjölfar ábendinga foreldris leiddi í ljós að ástand skólans væri verulega slæmt og merki væru um langvarandi leka og myglu í skólanum. Áður hafði Mannvit gert ryksýnatöku í afmörkuðum hluta skólans fyrir Reykjavíkurborg en niðurstöður hennar bentu til þess að ekki væru miklar rakaskemmdir í húsinu og huga þyrfti betur að þrifum. Í bréfinu kemur fram að framkvæmdir við skólabyggingu Fossvogsskóla munu hefjast í næstu viku og verða málin tekin fyrir á foreldrafundi á morgun.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari skýringum á afmarkaðri skoðun Mannvits á húsnæði Fossvogsskóla.
Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25 Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Sjá meira
Breiðholtsskóli og Ártúnsskóli einnig til skoðunar vegna gruns um myglu Fossvogsskóli verður lokaður út þessa önn vegna myglu og skólahald verður í nokkrum byggingum á meðan viðgerðir standa yfir. 11. mars 2019 13:25
Fossvogsskóla lokað fram á næsta skólaár vegna myglu Ekki er ákveðið hvar skólastarf mun fara fram. 10. mars 2019 18:12