Upphitun: Baráttan á botninum Bragi Þórðarson skrifar 12. mars 2019 06:00 George Russell keyrir fyrir Williams. vísir/getty Nú þegar aðeins tæp vika er í fyrsta kappakstur tímabilsins ætlum við að fjalla gaumgæfilega um öll tíu liðin sem mæta munu með bíla sína til Ástralíu um helgina. Fyrir fyrsta kappaksturinn um næstu helgi mun Vísir fara gaumgæfilega yfir öll liðin sem verða við keppni um næstu helgi. Við byrjum í botnbaráttunni.WilliamsÖkumenn: Robert Kubica og George RussellVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 7 Williams liðið er í miklum vandræðum. Í síðastliðnu ári kláraði liðið keppnistímabilið aðeins með sjö stig, lægsti stigafjöldi í rúmlega 40 ára sögu liðsins. Í ár hefur liðið skipt út báðum ökumönnum sínum og eru það F2 meistarinn frá því í fyrra, George Russell, og reynsluboltinn Robert Kubica sem munu sitja undir stýri FW42 bílsins. Eftir að hafa misst af fyrstu tveimur dögum prófanna rak liðið aðalhönnuð sinn, Paddy Lowe. Útlitið er því ekki gott fyrir komandi tímabil og er pressan á þessu sögufræga liði mikil ef það ætlar að halda sér í Formúlu 1.Daniil Kyvat er einn ökumanna Scuderia Toro Rosso.vísir/gettyScuderia Toro RossoÖkumenn: Daniil Kvyat og Alexander AlbonVél: HondaStigafjöldi árið 2018: 33 Helsta ástæða fyrir slæmu gengi Toro Rosso liðsins í fyrra voru endalausar vélarbilanir. Það var fyrsta ár liðsins með Honda vélar og má búast við að breyting verði á bilanatíðni vélanna í ár. Það er vegna þess að móðurlið Toro Rosso, Red Bull, mun einnig aka með Honda vélar í ár. Daniil Kvyat snýr aftur í Formúlu 1 eftir að hafa verið rekinn frá liðinu árið 2017. Liðsfélagi hans er hinn 22 ára Alexander Albon. Hann fæddist í Bretlandi en keppir þó undir flaggi Tælands, og er aðeins sá annar í sögunni til að gera það. Toro Rosso stóð sig mjög vel í prófunum og er liðið staðráðið í því að bæta sig frá því í fyrra. „Ég þarf aðeins að venjast hraðanum en tilfinningin er góð,“ sagði Albon eftir prófanirnar á Spáni fyrir tveimur vikum. Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Nú þegar aðeins tæp vika er í fyrsta kappakstur tímabilsins ætlum við að fjalla gaumgæfilega um öll tíu liðin sem mæta munu með bíla sína til Ástralíu um helgina. Fyrir fyrsta kappaksturinn um næstu helgi mun Vísir fara gaumgæfilega yfir öll liðin sem verða við keppni um næstu helgi. Við byrjum í botnbaráttunni.WilliamsÖkumenn: Robert Kubica og George RussellVél: MercedesStigafjöldi árið 2018: 7 Williams liðið er í miklum vandræðum. Í síðastliðnu ári kláraði liðið keppnistímabilið aðeins með sjö stig, lægsti stigafjöldi í rúmlega 40 ára sögu liðsins. Í ár hefur liðið skipt út báðum ökumönnum sínum og eru það F2 meistarinn frá því í fyrra, George Russell, og reynsluboltinn Robert Kubica sem munu sitja undir stýri FW42 bílsins. Eftir að hafa misst af fyrstu tveimur dögum prófanna rak liðið aðalhönnuð sinn, Paddy Lowe. Útlitið er því ekki gott fyrir komandi tímabil og er pressan á þessu sögufræga liði mikil ef það ætlar að halda sér í Formúlu 1.Daniil Kyvat er einn ökumanna Scuderia Toro Rosso.vísir/gettyScuderia Toro RossoÖkumenn: Daniil Kvyat og Alexander AlbonVél: HondaStigafjöldi árið 2018: 33 Helsta ástæða fyrir slæmu gengi Toro Rosso liðsins í fyrra voru endalausar vélarbilanir. Það var fyrsta ár liðsins með Honda vélar og má búast við að breyting verði á bilanatíðni vélanna í ár. Það er vegna þess að móðurlið Toro Rosso, Red Bull, mun einnig aka með Honda vélar í ár. Daniil Kvyat snýr aftur í Formúlu 1 eftir að hafa verið rekinn frá liðinu árið 2017. Liðsfélagi hans er hinn 22 ára Alexander Albon. Hann fæddist í Bretlandi en keppir þó undir flaggi Tælands, og er aðeins sá annar í sögunni til að gera það. Toro Rosso stóð sig mjög vel í prófunum og er liðið staðráðið í því að bæta sig frá því í fyrra. „Ég þarf aðeins að venjast hraðanum en tilfinningin er góð,“ sagði Albon eftir prófanirnar á Spáni fyrir tveimur vikum.
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira