Boeing 737 MAX 8: Samgöngustofa fylgist grannt með gangi mála Atli Ísleifsson skrifar 11. mars 2019 11:05 Icelandair gerir út þrjár vélar af gerðinni Boeing 737 MAX 8. Skjáskot úr kynningarmyndbandi Icelandair Samgöngustofa fylgist grannt með málefnum Boeing 737 MAX 8 vélanna í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þar sem 157 manns fórust. Fulltrúar Icelandair hafa sagt að ekki standi til að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 vélar félagsins eða þá að grípa til sérstakra aðgerða, en flugfélagið gerir út þrjár slíkar vélar - Jökulsárlón, Látrabjarg og Dyrhólaey. Slysið í Eþíópíu er annað flugslysið á um hálfu ári þar sem umrædd flugvélategund kemur við sögu, en vél Lion Air sem fórst við Jakarta í Indónesíu í október. Í báðum tilvikum hröpuðu vélarnar skömmu eftir flugtak. Greint var frá því í morgun að kínversk flugmálayfirvöld hafi ákveðið að kyrrsetja allar vélarnar af tegundinni 737 MAX 8, alls rúmlega níutíu vélar. Sömuleiðis hafi Ethiopian Airlines og Cayman Airways kyrrsett sínar vélar.Samstarf flugmálayfirvalda Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að samstarf flugmálayfirvalda í Evrópu snúist að stærstum hluta um samstarf um öryggi. Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist því grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. „Þar hefur ekki verið tekið nein ákvörðun um kyrrsetningu á þessum vélum,“ segir Þórhildur Elín. Hún segir að sömuleiðis eigi Samgöngustofa í samstarfi við við flugrekandann, sem er Icelandair í þessu tilviki. Icelandair eigi svo í samstarfi við framleiðandann Boeing. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Samgöngustofa fylgist grannt með málefnum Boeing 737 MAX 8 vélanna í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu í gær þar sem 157 manns fórust. Fulltrúar Icelandair hafa sagt að ekki standi til að kyrrsetja Boeing 737 MAX 8 vélar félagsins eða þá að grípa til sérstakra aðgerða, en flugfélagið gerir út þrjár slíkar vélar - Jökulsárlón, Látrabjarg og Dyrhólaey. Slysið í Eþíópíu er annað flugslysið á um hálfu ári þar sem umrædd flugvélategund kemur við sögu, en vél Lion Air sem fórst við Jakarta í Indónesíu í október. Í báðum tilvikum hröpuðu vélarnar skömmu eftir flugtak. Greint var frá því í morgun að kínversk flugmálayfirvöld hafi ákveðið að kyrrsetja allar vélarnar af tegundinni 737 MAX 8, alls rúmlega níutíu vélar. Sömuleiðis hafi Ethiopian Airlines og Cayman Airways kyrrsett sínar vélar.Samstarf flugmálayfirvalda Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, segir að samstarf flugmálayfirvalda í Evrópu snúist að stærstum hluta um samstarf um öryggi. Íslensk flugumferðaryfirvöld fylgist því grannt með umræðunni innan og ákvörðunum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem og í Bandaríkjunum. „Þar hefur ekki verið tekið nein ákvörðun um kyrrsetningu á þessum vélum,“ segir Þórhildur Elín. Hún segir að sömuleiðis eigi Samgöngustofa í samstarfi við við flugrekandann, sem er Icelandair í þessu tilviki. Icelandair eigi svo í samstarfi við framleiðandann Boeing.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41 Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15 Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Kínverjar kyrrsetja Boeing 737 Max 8 Kínversk flugmálayfirvöld hafa ákveðið kyrrsetja Boeing 737 Max 8 þotur kínverskra flugfélaga, eftir hið mannskæða flugslys sem varð í Eþíópíu um helgina. 11. mars 2019 06:41
Ótímabært að kyrrsetja vélar Icelandair þrátt fyrir slys erlendis Ekki stendur til að kyrrsetja Boeing 737 Max farþegaþotur Icelandair eða grípa til sérstakra aðgerða. Tvær slíkar þotur hafa undanfarið hrapað stuttu eftir flugtak, í seinna skiptið í Eþíópíu í gær. 11. mars 2019 06:15