Ætla að styðja við bakið á gamla Liverpool manninum eftir baulið um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2019 16:30 Philippe Coutinho. Vísir/Getty Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira
Philippe Coutinho hefur upplifað skemmtilegri tíma á sínum fótboltaferli en í leik Barcelona og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Barcelona vann leikinn 3-1 en áhorfendur á Nývangi bauluðu á Brasilíumanninn og hann var á endanum tekinn af velli tíu mínútum fyrir leikslok.Concern from teammates. Lacking confidence. Looking lost in front of goal. Things aren't going well for Coutinho at @FCBarcelona.https://t.co/UeagxWWBonpic.twitter.com/mFxEV23AgW — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) March 10, 2019Philippe Coutinho hefur „aðeins“ skorað þrjú mörk síðan í október og það er ekki mikið fyrir mann sem Barcelona gæti á endanum þurft að borga 142 milljónir punda fyrir. Coutinho var frábær með Liverpool liðinu en hefur gengið frekar illa að fóta sig meðal stórstjarnanna í Barcelona. Hann er 26 ára gamall og ætti því að vera detta inn í sín bestu ár sem knattspyrnumaður. Stuðningsmenn Barcelona sýna hins vegar engan miskunn og það er erfitt að spila við hlið snillinga eins og Lionel Messi sem skekkja mat flestra á því hvað sé góður fótboltamaður. Lionel Messi hefur komið að 53 mörkum Barcelona á leiktíðinni (34 mörk og 19 stoðsendingar) eða 40 mörkum fleiri en Philippe Coutinho.Piqué sale en defensa de Coutinho tras los pitos que recibió el brasileno en el Camp Nou https://t.co/oEIePYkFbo#BarçaRayo — MARCA (@marca) March 10, 2019„Við verðum að sætta okkur við viðbrögð stuðningsmannanna en við verðum að styðja við bakið á honum innan liðsins,“ sagði Gerard Pique. „Þetta er búið að vera gott tímabil hjá Philippe,“ sagði Pique í viðtalinu við Marca. „Augljóslega kostaði hann félagið mjög mikinn pening og það eru því mun meiri væntingar. Svona er þetta bara,“ sagði Pique. „Við þurfum á honum að halda í sínu besta formi á lokakaflanum og ég er viss um að hann verður í því,“ sagði Pique. Philippe Coutinho hefur spilað 39 leiki í öllum keppnum og er með 8 mörk og 5 stoðsendingar í þeim. Hann síðasta deildarmark kom aftur á móti í lok október og hann hefur ekki átt þátt í deildarmarki síðan 13. janúar. Stoðsending hans á Luis Suárez á móti Eivar 13. janúar er eina markið sem þessi sóknarmaður hefur komið að í spænsku deildinni í síðustu fimmtán leikjum sínum með Börsungum. Coutinho kom að 13 mörkum (7 mörk og 6 stoðsendingar) í 14 deildarleikjum með Liverpool 2017-18 og tímabilið á undan var hann með 13 mörk og 7 stoðsendingar í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni.EL PUFO "Un día más en la oficina para Coutinho. Otro partido decepcionante, intrascendente. Si Valverde recupera al brasileno para esta temporada será casi un milagro" https://t.co/UBzOkUVS57pic.twitter.com/jCvankKdNf — MARCA (@marca) March 9, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Fleiri fréttir Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Sjá meira