Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 72-80 | ÍR nýtti ekki tækifærin og situr í áttunda sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. mars 2019 21:45 KR vann góðan sigur á ÍR í kvöld. vísir/bára KR heldur enn í góða von um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir góðan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. Tap ÍR þýðir hins vegar að Breiðhyltingum mistókst að koma sér upp í sjöunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. KR á auðveldan leik gegn Breiðabliki fyrir höndum í lokaumferðinni en ÍR mætir Grindavík suður með sjó. Verður það hreinn úrslitaleikur um sjöunda sæti deildarinnar en Grindavík vann 25 stiga sigur í fyrri leik liðanna og því í ansi sterkri stöðu. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu KR-ingar frumkvæðinu um miðjan annan leikhluta. ÍR var þó aldrei langt undan og náði mest að minnka muninn í eitt stig undir lok þriðja leikhluta en nær komust heimamenn ekki. Breiðhyltingar fengu þó heldur betur tækifærin til að ganga á lagið í kvöld. Vörn ÍR-ingar var ágæt á löngum köflum þó svo að þeir hafi átt í miklum vandræðum með Kristófer Acox undir körfunni. En KR-ingar náðu aldrei að stinga heimamenn af og ÍR komst aldrei í almennilegan skotgír. Opin skot geiguðu hjá heimamönnum, hvað eftir annað. KR-ingar voru með enn verri skotnýtingu utan þriggja stiga línunnar en ÍR (3/26 en ÍR var með 6/29) en stærsti munurinn lá í því að KR spilaði mun betur inn í teignum og nýtti sín skot vel þar.Af hverju vann KR? KR setti niður mikilvægu skotin í fjórða leikhluta þegar allt var undir. Bæði lið voru þá í miklu basli og leikurinn galopinn. Á meðan að ÍR fann engin svör í sókn og hitti lítið sem ekkert fóru þó nokkur skot rétta leið hjá KR-ingum.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var maður leiksins og spilaði hann frábærlega á báðum endum vallarins. 21 stig og sautján fráköst og það þegar hann var að spila gegn Sigurði Þorsteini Gunnarssyni sem átti risaleik gegn Njarðvík í síðustu umferð. Kristófer hafði svo sannarlega betur í þeirri baráttu. Mike Di Nunno átti líka mjög góðan leik, hann skoraði 28 stig en hann tapaði líka boltanum níu sinnum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR, sérstaklega í síðari hálfleik. Skotnýtingin var mjög léleg þó svo að heimamenn hafi búið sér til fullt af opnum skotum. Það má ekki gegn liði eins og KR.Hvað gerist næst? KR á auðveldan leik gegn botnliði Breiðabliks í næstu umferð en ÍR fer til Grindavíkur og þarf þar minnst 25 stiga sigur til að ná sjöunda sætinu af þeim gulu.ÍR: Gerald Robinson 19/9 fráköst, Kevin Capers 17, Matthías Orri Sigurðarson 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/10 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3.KR: Michele Christopher Di Nunno 28, Kristófer Acox 21/17 fráköst/5 stolnir, Julian Boyd 7/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 7, Pavel Ermolinskij 5/6 fráköst, Emil Barja 4, Finnur Atli Magnússon 4/4 fráköst, Orri Hilmarsson 2, Björn Kristjánsson 2.vísir/ernirKristófer: Bara að hugsa um úrslitakeppnina Kristófer Acox átti stórleik gegn ÍR í Seljaskóla í kvöld þar sem KR vann dýrmæt stig í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. „Við vissum að þetta yrði alger hundaslagur. Mér fannst við vera góðir eiginlega allan leikinn, þó svo að við höfum tapað nokkuð mörgum boltum í fyrri hálfleik. Þeir náðu að hanga inni í leiknum með nokkrum auðveldum körfum fyrir vikið,“ sagði hann. „Við hefðum getað stungið þá aðeins af í fyrri hálfleik en þeir voru að spila fína vörn á okkur.“ ÍR-ingar náðu svo að halda lífi í leiknum fram í fjórða leikhluta þar sem heimamenn hefðu getað komið sér enn betur inn í leikinn. „Mér fannst þetta þungt hjá báðum liðum í fjórða leikhluta. En við náðum stóru stoppunum og settu niður stóru skotin, það munaði um það.“ Kristófer var í mikilli baráttu við Sigurð Þorsteinsson undir körfunni á báðum endum vallarins og hann hafði gaman að því. „Við erum góðir félagar utan vallar og það er alltaf gaman að kljást við hann. Hann átti risaleik í síðustu umferð og við vissum að það þyrfti að hægja á honum og mér fannst það ganga ágætlega í kvöld,“ sagði Kristófer en Sigurður skoraði tíu stig í leiknum. KR er nú tveimur stigum frá Tindastóli og Keflavík sem eru í þriðja og fjórða sæti. Kristófer og félagar eiga leik gegn botnliði Breiðabliks í síðustu umferðinni og þar sem Tindastóll og Keflavík mætast innbyrðis í lokaumferðinni eiga KR-ingar góðan möguleika á að skjótast upp í fjórða sætið. „Við enduðum í fjórða sæti í fyrra og enduðum á að vinna níu leiki af ellefu í úrslitakeppninni. Við erum ekkert að hugsa um þessa deildarkeppni lengur, nú erum við að hugsa um úrslitakeppnina því við vitum að það er allt galopið þar,“ sagði Kristófer.Borce Ilievski.vísir/daníelBorce: Okkur vantaði leiðtoga í kvöld Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld og sagði að það hafi vantað mikið upp á frammistöðuna hjá hans mönnum. „Við hittum ekki úr opnu skotunum okkar, það er rétt. En þetta leit út eins og gömlu leikirnir okkar - við náðum engum takti og allt sem við reyndum að gera var mjög erfitt,“ sagði þjálfarinn. „Á svona stundum þurfum við einhvern sem getur togað okkur upp úr þessu og komið okkur á rétta braut. Þetta var jafn leikur en þegar maður klikkar á svona mörgum skotum þá mun lið eins og KR refsa þér.“ Borce segir að stærsta vandamál ÍR í kvöld hafi þó verið frákastabaráttan í vörn. KR náði sextán sóknarfráköstum í kvöld, þar af var Kristófer Acox með átta. „Stóru mennirnir okkar náðu ekki að verja körfuna eins og við viljum að þeir geri. Við gáfum þeim alltof marga aðra sénsa og Kristófer nýtti sér það óspart til að refsa okkur. Þetta er eitthvað sem við verðum að passa betur.“ ÍR vann frábæran útisigur á Njarðvík í síðustu umferð og Borce segir að hans menn hafi verið hungraðir fyrir þennan leik og sýna að þeir geti spilað við þá bestu í deildinni. „En það vantaði leiðtogann, einhvern sem dregur liðið áfram þegar mest þarf á að halda. Flestir af mínum leikmönnum höfðu hægt um sig í kvöld. Það var allt erfitt.“ Dominos-deild karla
KR heldur enn í góða von um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar eftir góðan sigur á ÍR í Seljaskóla í kvöld. Tap ÍR þýðir hins vegar að Breiðhyltingum mistókst að koma sér upp í sjöunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina sem fer fram á fimmtudag. KR á auðveldan leik gegn Breiðabliki fyrir höndum í lokaumferðinni en ÍR mætir Grindavík suður með sjó. Verður það hreinn úrslitaleikur um sjöunda sæti deildarinnar en Grindavík vann 25 stiga sigur í fyrri leik liðanna og því í ansi sterkri stöðu. Eftir jafnar upphafsmínútur náðu KR-ingar frumkvæðinu um miðjan annan leikhluta. ÍR var þó aldrei langt undan og náði mest að minnka muninn í eitt stig undir lok þriðja leikhluta en nær komust heimamenn ekki. Breiðhyltingar fengu þó heldur betur tækifærin til að ganga á lagið í kvöld. Vörn ÍR-ingar var ágæt á löngum köflum þó svo að þeir hafi átt í miklum vandræðum með Kristófer Acox undir körfunni. En KR-ingar náðu aldrei að stinga heimamenn af og ÍR komst aldrei í almennilegan skotgír. Opin skot geiguðu hjá heimamönnum, hvað eftir annað. KR-ingar voru með enn verri skotnýtingu utan þriggja stiga línunnar en ÍR (3/26 en ÍR var með 6/29) en stærsti munurinn lá í því að KR spilaði mun betur inn í teignum og nýtti sín skot vel þar.Af hverju vann KR? KR setti niður mikilvægu skotin í fjórða leikhluta þegar allt var undir. Bæði lið voru þá í miklu basli og leikurinn galopinn. Á meðan að ÍR fann engin svör í sókn og hitti lítið sem ekkert fóru þó nokkur skot rétta leið hjá KR-ingum.Hverjir stóðu upp úr? Kristófer Acox var maður leiksins og spilaði hann frábærlega á báðum endum vallarins. 21 stig og sautján fráköst og það þegar hann var að spila gegn Sigurði Þorsteini Gunnarssyni sem átti risaleik gegn Njarðvík í síðustu umferð. Kristófer hafði svo sannarlega betur í þeirri baráttu. Mike Di Nunno átti líka mjög góðan leik, hann skoraði 28 stig en hann tapaði líka boltanum níu sinnum.Hvað gekk illa? Sóknarleikur ÍR, sérstaklega í síðari hálfleik. Skotnýtingin var mjög léleg þó svo að heimamenn hafi búið sér til fullt af opnum skotum. Það má ekki gegn liði eins og KR.Hvað gerist næst? KR á auðveldan leik gegn botnliði Breiðabliks í næstu umferð en ÍR fer til Grindavíkur og þarf þar minnst 25 stiga sigur til að ná sjöunda sætinu af þeim gulu.ÍR: Gerald Robinson 19/9 fráköst, Kevin Capers 17, Matthías Orri Sigurðarson 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10/10 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 4, Hákon Örn Hjálmarsson 4, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 3.KR: Michele Christopher Di Nunno 28, Kristófer Acox 21/17 fráköst/5 stolnir, Julian Boyd 7/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 7, Pavel Ermolinskij 5/6 fráköst, Emil Barja 4, Finnur Atli Magnússon 4/4 fráköst, Orri Hilmarsson 2, Björn Kristjánsson 2.vísir/ernirKristófer: Bara að hugsa um úrslitakeppnina Kristófer Acox átti stórleik gegn ÍR í Seljaskóla í kvöld þar sem KR vann dýrmæt stig í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. „Við vissum að þetta yrði alger hundaslagur. Mér fannst við vera góðir eiginlega allan leikinn, þó svo að við höfum tapað nokkuð mörgum boltum í fyrri hálfleik. Þeir náðu að hanga inni í leiknum með nokkrum auðveldum körfum fyrir vikið,“ sagði hann. „Við hefðum getað stungið þá aðeins af í fyrri hálfleik en þeir voru að spila fína vörn á okkur.“ ÍR-ingar náðu svo að halda lífi í leiknum fram í fjórða leikhluta þar sem heimamenn hefðu getað komið sér enn betur inn í leikinn. „Mér fannst þetta þungt hjá báðum liðum í fjórða leikhluta. En við náðum stóru stoppunum og settu niður stóru skotin, það munaði um það.“ Kristófer var í mikilli baráttu við Sigurð Þorsteinsson undir körfunni á báðum endum vallarins og hann hafði gaman að því. „Við erum góðir félagar utan vallar og það er alltaf gaman að kljást við hann. Hann átti risaleik í síðustu umferð og við vissum að það þyrfti að hægja á honum og mér fannst það ganga ágætlega í kvöld,“ sagði Kristófer en Sigurður skoraði tíu stig í leiknum. KR er nú tveimur stigum frá Tindastóli og Keflavík sem eru í þriðja og fjórða sæti. Kristófer og félagar eiga leik gegn botnliði Breiðabliks í síðustu umferðinni og þar sem Tindastóll og Keflavík mætast innbyrðis í lokaumferðinni eiga KR-ingar góðan möguleika á að skjótast upp í fjórða sætið. „Við enduðum í fjórða sæti í fyrra og enduðum á að vinna níu leiki af ellefu í úrslitakeppninni. Við erum ekkert að hugsa um þessa deildarkeppni lengur, nú erum við að hugsa um úrslitakeppnina því við vitum að það er allt galopið þar,“ sagði Kristófer.Borce Ilievski.vísir/daníelBorce: Okkur vantaði leiðtoga í kvöld Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld og sagði að það hafi vantað mikið upp á frammistöðuna hjá hans mönnum. „Við hittum ekki úr opnu skotunum okkar, það er rétt. En þetta leit út eins og gömlu leikirnir okkar - við náðum engum takti og allt sem við reyndum að gera var mjög erfitt,“ sagði þjálfarinn. „Á svona stundum þurfum við einhvern sem getur togað okkur upp úr þessu og komið okkur á rétta braut. Þetta var jafn leikur en þegar maður klikkar á svona mörgum skotum þá mun lið eins og KR refsa þér.“ Borce segir að stærsta vandamál ÍR í kvöld hafi þó verið frákastabaráttan í vörn. KR náði sextán sóknarfráköstum í kvöld, þar af var Kristófer Acox með átta. „Stóru mennirnir okkar náðu ekki að verja körfuna eins og við viljum að þeir geri. Við gáfum þeim alltof marga aðra sénsa og Kristófer nýtti sér það óspart til að refsa okkur. Þetta er eitthvað sem við verðum að passa betur.“ ÍR vann frábæran útisigur á Njarðvík í síðustu umferð og Borce segir að hans menn hafi verið hungraðir fyrir þennan leik og sýna að þeir geti spilað við þá bestu í deildinni. „En það vantaði leiðtogann, einhvern sem dregur liðið áfram þegar mest þarf á að halda. Flestir af mínum leikmönnum höfðu hægt um sig í kvöld. Það var allt erfitt.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti