Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. mars 2019 21:20 Kelly (til hægri) ásamt lögmanni sínum, Steve Greenberg. Scott Olson/Getty Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni. Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Chicago í Bandaríkjunum hafa fengið í hendurnar myndbandsupptöku sem talið er að sýni bandaríska söngvarann R Kelly misnota stúlkur undir lögaldri kynferðislega. Lögmaður Kelly hafnar því alfarið að Kelly sé maðurinn á myndbandinu. Myndbandið fannst þegar Gary Dennis frá Pennsylvaníu var að taka til heima hjá sér. Þar fann hann spólu sem hann taldi sýna R Kelly á tónleikum en þegar hann spilaði myndbandið kom annað á daginn. Gloria Allred, lögmaður Dennis, segir það sem myndbandið sýnir vera ótengt þeim tíu ákæruliðum sem settir hafa verið fram á hendur Kelly fyrir kynferðisbrot. Þar að auki segist hún ekki með fullri vissu geta haldið því fram að það sé Kelly sem sést á myndbandinu. Steve Greenberg, lögmaður Kelly, segir af og frá að myndbandið sé af skjólstæðingi hans. Greenberg hefur ávallt haldið fram sakleysi Kelly kynferðisbrotamálunum sem nú eruy höfðuð gegn honum. Lögmaðurinn Gloria Allreed og skjólstæðingur hennar, Gary Dennis.John Lamparski/Getty „Þetta er ekki hann,“ var haft eftir lögmanninum í fjölmiðlum vestanhafs. Greenberg sagði Kelly einnig „hafna því að hann sé nokkurs staðar til á upptöku með stúlkum undir lögaldri.“ Dennis segist sjálfur hafa verið afar hissa þegar hann fann upptökuna. Hann hafi aldrei hitt Kelly og hafi raunar ekki hugmynd um hvernig spólan endaði í fórum hans. Upptakan innihélt einnig gamlan íþróttaleik, sem Dennis sagði benda til þess að spólan væri komin frá vini hans. „Mér til undrunar og skelfingar virtist þetta vera R Kelly á myndbandinu, en hann var ekki á tónleikum. Þess í stað var hann að misnota þeldökkar stúlkur undir lögaldri. Mér bauð við því sem ég sá.“ Lögmaður Dennis sagði gengið út frá því að stúlkurnar á myndbandinu væru undir lögaldri þar sem þær virtust ekki hafa náð kynþroska. Málaferlin gegn Kelly sem nú standa yfir tengjast brotum á þremur stúlkum og einni konu. Sækjendur í málinu hafa sagst vera með myndbandssannanir fyrir brotum Kelly gegn einni stúlkunni.
Bandaríkin Dómsmál Kynferðisofbeldi Mál R. Kelly Tengdar fréttir „Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
„Kærustur“ R. Kelly koma honum til varnar og skella skuldinni á foreldra sína Tvær konur sem búa með bandaríska tónlistarmanninum R. Kelly koma honum til varnar í viðtali á CBS-sjónvarpsstöðinni, sem sýnt verður í dag. 7. mars 2019 08:46
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly heldur fram sakleysi sínu Tónlistarmaðurinn R. Kelly hafnar öllum ásökunum í sinn garð og heldur fram sakleysi sínu en Kelly hefur verið ákærður fyrir tíu kynferðisbrot, þar af níu gegn stúlkum undir lögaldri. 25. febrúar 2019 18:45