Liverpool á toppinn eftir dramatískan sigur á Tottenham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salah fagnar sigurmarkinu.
Salah fagnar sigurmarkinu. vísir/getty
Liverpool er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan sigur á Tottenham, 2-1, á Anfield í dag.

Sigurmarkið kom á lokamínútunni. Mohamed Salah átti þá skalla beint á Hugo Lloris. Franski heimsmeistarinn missti boltann frá sér og í Toby Alderweireld. Boltinn fór af honum og inn fyrir marklínuna.

Liverpool er nú með tveggja stiga forskot á Manchester City á toppi deildarinnar. City-menn eiga leik til góða.

Tottenham er í 3. sætinu en liðið hefur ekki unnið deildarleik síðan 10. febrúar.

Roberto Firmino kom Liverpool yfir á 16. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson. Þetta var ellefta deildarmark Brassans í vetur.

Staðan var 1-0 í hálfleik en gestirnir sóttu stíft í seinni hálfleik. Þegar 20 mínútur voru til leiksloka jafnaði Lucas Moura metin eftir góða sókn og sendingu frá Christian Eriksen.

Spurs var áfram með yfirhöndina og Moussa Sissoko fékk gott færi til að tryggja gestunum sigurinn en skaut hátt yfir. Það átti eftir að reynast dýrt þegar uppi var staðið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira