Burnley fékk andrými í fallbaráttunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
McNeil fagnar eftir að hafa komið Burnley í 2-0.
McNeil fagnar eftir að hafa komið Burnley í 2-0. vísir/getty
Burnley vann mikilvægan sigur á Wolves, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í liði Burnley þegar þrjár mínútur voru til leiksloka.

Burnley komst yfir á 2. mínútu þegar Conor Coady, fyrirliði Wolves, skoraði sitt þriðja sjálfsmark í vetur.

Dwight McNeil gulltryggði svo sigur heimamanna á 77. mínútu. Þessi 19 ára strákur er kominn með þrjú mörk í vetur.

Burnley er í 17. sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti. Wolves er í 7. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira