United upp í 4. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashford fagnar marki sínu.
Rashford fagnar marki sínu. vísir/getty
Manchester United lyfti sér upp í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Watford á Old Trafford í dag. Þetta var fyrsti leikur United eftir að Ole Gunnar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins til frambúðar.

Marcus Rashford kom United yfir á 28. mínútu eftir undirbúning Luke Shaw. Markið kom gegn gangi leiksins en Watford byrjaði af miklum krafti og þjarmaði að heimamönnum.

Watford sótti áfram í seinni hálfleiks en United komst í 2-0 á 72. mínútu þegar Anthony Martial skoraði eftir barning í vítateignum.

Abdoulaye Doucouré minnkaði muninn á lokamínútu leiksins en nær komust gestirnir ekki. Lokatölur 2-1, United í vil.

Þetta var þriðja tap Watford í síðustu fjórum leikjum. Liðið er í 9. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira