Viðskipti innlent

WuXi NextCode segir upp 27 manns

Birgir Olgeirsson skrifar
Framkvæmdastjóri félagsins segir uppsagnirnar óhjákvæmilegar til að ná fram sparnaði.
Framkvæmdastjóri félagsins segir uppsagnirnar óhjákvæmilegar til að ná fram sparnaði. Vísir/Getty
Líftæknifyrirtækið WuXi NextCode sagði upp 27 starfsmönnum í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segja þetta lið í endurskipulagningu fyrirtækisins á heimsvísu en um 40 manns munu starfa hjá NextCode eftir niðurskurðinn.

Fyrirtækið var stofnað af Hannesi Smárasyni ásamt fleirum en starfsemi þess lýtur að því að nota upplýsingar um erfðamengi til að uppgötva virkni ákveðinna gena. Íslensk erfðagreining kom NextCode á fót til að selja sjúkdómsgreiningar til lækna og sjúkrahúsa í Bandaríkjunum.

Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri WuXi NextCode, segir fyrirtækið hafa þurft aukið fjármagn til að framfylgja áætlunum sínum til lengri tíma og því var gripið til uppsagna.

Tengist þetta kaupum fyrirtækisins á Dynomic Medicine Ireland síðastliðið haust.

„Þetta er eitthvað sem var óhjákvæmilegt til að minnka brennslu,“ segir Hákon en fyrirtækið tilkynnti Vinnumálastofnun um hópuppsögn í gær. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×