Cyclothonið mun áfram lifa þrátt fyrir fall WOW Atli Ísleifsson skrifar 28. mars 2019 13:20 Frá ræsingunni í WOW Cyclothon við Hörpu í Reykjavík árið 2014. Fréttablaðið/Daníel Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011. Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Hjólreiðakeppnin, sem gengið hefur undir nafninu WOW Cyclothon, mun áfram lifa þrátt fyrir gjaldþrot flugfélagsins WOW air. Þetta staðfestir Björk Kristjánsdóttir, keppnisstjóri WOW Cyclothon, í samtali við Vísi. Björk segir að keppnin muni fara fram í ár enda sé hún ekki háð því að WOW sé með starfsemi. Það sé WOW Sport sem hafi staðið fyrir keppninni frá árinu 2012 og sé um sjálfseignarstofnun að ræða. Fyrirhugað er að Cyclothonið fari fram dagana 25. til 29. júní í sumar. „Keppnin verður haldin. Við munum standa vörð um þennan frábæra viðburð og höldum ótrauð áfram,“ segir Björk.Fleiri styrktaraðilar WOW air hefur verið helsti styrktaraðili keppninnar frá upphafi og er því líklegt að nafn keppninnar komi til með að breytast. Björk segir að fleiri styrktaraðilar komi nú þegar að keppninni. Magnús Ragnarsson, annar upphafsmanna WOW Cyclothon, segir að viðræður um nýjan aðalstyrktaraðila standi nú yfir og að vonir standi til að sá verði kynntur á svokölluðum Ofurhjóladegi sem fram fer í Kringlunni á sunnudaginn næsta.Frá keppninni 2016Fréttablaðið/StefánHún segir að þátttakan hafi verið góð og rekstur félagsins góður. „Við höldum bara okkar striki. Það stendur til að tilkynna um styrktarmálefni í næstu viku, en við höfum á hverju ári styrkt eitthvað ákveðið málefni. Síðustu tvö árin höfum við styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg, en það verður nýtt í ár.“ Björk segir að margir hafi spurt um framtíð keppninnar í morgun eftir að tíðindin af gjaldþroti WOW air bárust. „Eðlilega eru margir að velta þessu fyrir sér,“ segir Björk.Svipuð skráning og síðustu ár Björk segir að skráningin í keppnina í ár hafi verið svipuð á þessum tíma og á síðustu árum. „Það er yfirleitt þannig að útlendingarnir skrá sig snemma og Íslendingar seint.“ Á heimasíðu WOW Cyclothon segir að keppnin sé hugarfóstur þeirra Skúla Mogensen og Magnúsar Ragnarsonar og hafi hugmyndin kviknað í spjalli þeirra árið 2011.
Heilsa WOW Air Wow Cyclothon Tengdar fréttir WOW air heyrir sögunni til WOW air hefur hætt starfsemi að fullu. 28. mars 2019 08:25 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira