Þegar við vorum í Grundarfirði fyrr í mánuðinum vakti það athygli okkar að þar var talsvert meiri snjór heldur en í sveitunum í kring. Formaður Skíðadeildar Snæfellsness, Rut Rúnarsdóttir, telur skíðasvæði Grundfirðinga raunar einstakt þar sem það sé innanbæjar og mjög nálægt skólanum.
„Krakkarnir geta bara skíðað með skólatöskurnar beint hérna eftir skóla,“ segir Rut.

„Við viljum stækka svæðið hérna upp í Eldhamra. Við sjáum fyrir okkur að við getum verið næsta Dalvík, Siglufjörður, eitthvað svoleiðis.“
-Þannig að borgarbúar þurfa ekki að keyra norður í land ef þeir vilja leita sér að góðum skíðabrekkum, bara vestur á Snæfellsnesið?
„Já, það eru ekki nema tveir tímar í að koma til okkar.“

„Já, þá ættum við að geta skíðað í marga mánuði. Og þar höfum við líka alveg sjúklega flott útsýni. Þannig að við stefnum að því.“
-Þannig að eftir kannski fá ár verða kannski þúsundir manna í brekkunum?
„Ég geri ráð fyrir því, já.“
-Og skíðahótel og barir og allt?
„Allur pakkinn,“ svarar Rut og hlær.
Einnig var fjallað um skíðasvæðið í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í gærkvöldi. Þátturinn, sem er um Grundarfjörð, verður endursýndur næstkomandi sunnudag kl. 17.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: