Tveir spennuleikir og eitt burst: Ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 20:47 KR mætir nágrönnum sínum í Val og Stjarnan mætir Keflavík í úrslitakeppninni. vísir/bára Lokaumferðin í Dominos-deild kvenna fór fram í kvöld og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin taka þátt í úrslitakeppninni. Keflavík lagði KR í DHL-höllinni í spennutrylli, 97-95, en þrátt fyrir tapið hélt KR fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni því á sama tíma tapaði Snæfell fyrir Val á Hlíðarenda. Nýliðarnir því komnir í úrslitakeppnina. Sara Rún Hinriksdóttir var stórkostleg í liði Keflavíkur. Hún skoraði 30 og tók þar að auki sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Stjarnan marði fallið lið Breiðabliks í Kópavogi í kvöld, 86-82, eftir að staðan hafi verið jöfn 81-81 er innan við ein mínúta var eftir. Stjarnan gulltryggði því þriðja sætið í deildinni og mætir Keflavík í undanúrslitunum en Breiðablik spilar ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og hún gaf þar að auki sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst. Í liði Blika sem kveður nú deildina var það Sanja Orazovic sem var stigahæst með átján stig. Haukar burstuðu svo Skallagrím, 104-59, en úrslitin réðust nánast strax í fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu 34 stig í fyrsta leikhlutanum en gestirnir úr Borgarnesi einungis níu. Eftirleikurinn auðveldur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 22 stig og var stigahæst í liði Hauka en hún bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Rósa Björk Pétursdóttir bætti við nítján stigum og sex fráköstum en stigahæst í liði Skallagríms var Ines Kerin stigahæst með tuttugu stig.Lokaniðurstaðan í deildinni: Valur 44 stig Keflavík 42 stig Stjarnan 36 stig KR 32 stig Snæfell 32 stig Haukar 18 stig Skallagrímur 12 stig Breiðablik 8 stigÚrslitakeppnin: Valur - KR Keflavík - Stjarnan Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira
Lokaumferðin í Dominos-deild kvenna fór fram í kvöld og nú er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppninni en fjögur efstu liðin taka þátt í úrslitakeppninni. Keflavík lagði KR í DHL-höllinni í spennutrylli, 97-95, en þrátt fyrir tapið hélt KR fjórða og síðasta sætinu í úrslitakeppninni því á sama tíma tapaði Snæfell fyrir Val á Hlíðarenda. Nýliðarnir því komnir í úrslitakeppnina. Sara Rún Hinriksdóttir var stórkostleg í liði Keflavíkur. Hún skoraði 30 og tók þar að auki sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Kiana Johnson skoraði 29 stig fyrir KR, tók tíu fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Stjarnan marði fallið lið Breiðabliks í Kópavogi í kvöld, 86-82, eftir að staðan hafi verið jöfn 81-81 er innan við ein mínúta var eftir. Stjarnan gulltryggði því þriðja sætið í deildinni og mætir Keflavík í undanúrslitunum en Breiðablik spilar ekki í deild þeirra bestu á næstu leiktíð. Danielle Victoria Rodriguez skoraði 29 stig fyrir Stjörnuna og hún gaf þar að auki sjö stoðsendingar og tók sjö fráköst. Í liði Blika sem kveður nú deildina var það Sanja Orazovic sem var stigahæst með átján stig. Haukar burstuðu svo Skallagrím, 104-59, en úrslitin réðust nánast strax í fyrsta leikhluta. Haukarnir skoruðu 34 stig í fyrsta leikhlutanum en gestirnir úr Borgarnesi einungis níu. Eftirleikurinn auðveldur. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 22 stig og var stigahæst í liði Hauka en hún bætti við fimm stoðsendingum og fimm fráköstum. Rósa Björk Pétursdóttir bætti við nítján stigum og sex fráköstum en stigahæst í liði Skallagríms var Ines Kerin stigahæst með tuttugu stig.Lokaniðurstaðan í deildinni: Valur 44 stig Keflavík 42 stig Stjarnan 36 stig KR 32 stig Snæfell 32 stig Haukar 18 stig Skallagrímur 12 stig Breiðablik 8 stigÚrslitakeppnin: Valur - KR Keflavík - Stjarnan
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Sjá meira