Hommar og kellingar Skúli Ólafsson skrifar 26. mars 2019 15:45 Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44 Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Nú á dögunum upphófst nokkur umræða vegna orða fréttakonunnar Eddu Sifjar Pálsdóttur þess efnis að helgarfrí væru „bara fyrir homma og kellingar“. Ekki er að undra að marga hafi rekið í rogastans við þessa yfirlýsingu því hún er ekki alveg í takt við tíðarandann. Einhvern tímann þótti fyndið að taka svona til orða en það á, held ég, ekki við lengur. Menningin hefur breyst og þær breytingar hafa ekki komið fyrirhafnarlaust. Ég held einmitt að hommar og kellingar séu dæmi um fólk sem hefur barist hefur af hörku fyrir réttindum sínum og um leið bættu samfélagi. Til skamms tíma þurfti margur að fara í felur með kynhneigð sína og sjálfsvíg meðal samkynheigðra voru tíðari en tárum taki. Hugrakkt fólk úr þeirra röðum þurfti að takast á við forpokun og illsku sem gegnsýrði samfélag okkar. Það hefur uppskorið ríkulega fyrir þrautseigju sína og elju. Ef ég skil orðið „kelling“ rétt, þá er það sá helmingur þjóðarinnar sem hefur jafnt og þétt risið upp og bætt kjör sín og stöðu á undanförnum áratugum. Konur eru nú í meirihluta í háskólasamfélaginu og breytingar í jafnræðisátt eru örar þegar litið er til stjórnsýslu og viðskiptalífs. Þá er #metoo vakningin ótalin. Hún er lýsandi dæmi um baráttu kvenna og harðfylgi. Það hefði svo sem ekki verið ástæða til að teygja meira á umræðunni um téð orð Eddu Sifjar, hún ætti að hafa runnið sitt skeið. Þó má fullyrða að orðalag sem þetta, sé hluti af því sem undirokaðir hópar hafa þurft að berjast gegn. Það má svo alveg vekja athygli á því að þetta er ekki besta dæmið um fólkið sem tekur sér helgarfrí! Það mætti þvert á móti halda að hommar og kellingar hafi ekki unnað sér hvíldar, allt frá þeim árum þegar það þótti sniðugt að tala með niðrandi hætti um þessa hópa. Blessunarlega eru þeir tímar liðnir, þökk sé þrotlausri vinnu þeirra.Höfundur er sóknarprestur í Neskirkju.
Edda Sif veldur uppnámi með glannalegum ummælum Segir helgarfrí bara fyrir homma og kerlingar. 23. mars 2019 16:44
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun