Skúli bjartsýnn á framhaldið Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 14:59 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, er bjartsýnn á framhald félagsins. Vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45