Skúli bjartsýnn á framhaldið Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 26. mars 2019 14:59 Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, er bjartsýnn á framhald félagsins. Vísir/vilhelm Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Það var gott hljóð í Skúla Mogensen, forstjóra og stofnanda WOW air, þegar fréttastofan náði tali af honum í höfuðstöðvum WOW air nú á þriðja tímanum í dag. Ekki er annað á honum að heyra en að hann sé bjartsýnn á framhaldið. Hann segir að starfsmenn muni fá útborgað um næstu mánaðamót, það sé óhætt að kaupa sér flugmiða með félaginu og að viðræður séu í fullum gangi við mögulega fjárfesta sem séu bæði innlendir og erlendir. Greint var frá því í dag að kröfuhafar WOW air hafi samþykkt að breyta skuldabréfum sínum í hlutafé og að formlegar viðræður væru hafnar við fjárfesta um mögulega aðkomu þeirra að rekstri WOW air. „Staðan er nokkuð góð eftir fréttir dagsins þar sem við vorum að tilkynna að skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta kröfum sínum í hlutabréf í félaginu. Þar með erum við að styrkja félagið allverulega þannig að það er jákvætt skref í rétta átt,“ segir Skúli. Aðspurður hvort hann hefði alltaf verið viss um að þetta myndi ganga segist Skúli vera bjartsýnn að eðlisfari. „En umfram allt hef ég átt í mjög góðum samskiptum við breiðan hóp fjárfesta og þar með talið marga af skuldabréfaeigendum okkar. Þeir sjá tækifæri í stöðunni þannig að ég fagna þessu.“ Skúli segir að félagið eigi nú í viðræðum við fjöldann allan af fjárfestum, bæði innlendum og erlendum, þar með talið íslenska lífeyrissjóði. Hann segir að það sé rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að um fimm milljarða króna vanti inn í WOW air til að tryggja framtíð þess. Þá segir Skúli heildarendurskipulagningu WOW air ekki ljúka fyrr en félagið fái inn aukafjárfesta. Ekki séu nein skýr tímamörk varðandi það hvenær fjármögnun verði að ljúka, til að mynda hvað varðar Samgöngustofu og flugrekstrarleyfi félagsins. „Það eru engin skýr tímamörk önnur en þau að að sjálfsögðu upplýsum við stjórnsýsluna, Samgöngustofu, ISAVIA, og svo framvegis, höfum unnið mjög náið með öllum aðilum og ráðuneytum í allan vetur og höldum því áfram. Þannig að þau eru mjög vel upplýst og á meðan við erum með plan í gangi og flugöryggi er tryggt þá er það klárlega allra hagur að þetta takist,“ segir Skúli.Viðtalið við Skúla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42 Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06 Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins tóku ekki þátt í skuldabréfaútboðinu Skúli segir að rætt verði við alla líklega fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóði. 26. mars 2019 15:42
Eini kosturinn í stöðunni fyrir kröfuhafa Stóra spurningin sem stendur eftir er hversu hratt þeim tekst að safna fimm milljörðum. 26. mars 2019 15:06
Kröfuhafi í WOW hefur mikla trú á félaginu Forstjóri Airport Associates segist styðja Skúla áfram sem forstjóra. 26. mars 2019 13:45