Handbolti

Hans Lindberg fékk frí hjá danska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hans Lindberg.
Hans Lindberg. Getty/Jan Christensen
Hinn íslensk ættaði Hans Lindberg verður ekki með heimsmeistaraliði Dana í tveimur leikjum á móti Svartfellingum í næsta mánuði.

Nikolaj Jacobsen hefur valið hópinn sinn fyrir leikina sem eru í undankeppni EM 2021 og DR segir að Hans Lindberg hafi fengið frí í þessum leikjum.

Hans Lindberg verður ekkert með danska landsliðinu í sumar en hann þarf tíma til að ná sér góðum af meiðslum eftir mikið álag. Lindberg á íslenska foreldra en valdi að spila með Danmörku þar sem hann ólst upp.

„Við munum síðan ákveða með framhaldið í sameiningu í haust,“ sagði Nikolaj Jacobsen í fréttatilkynningu sem DR vísar í.

Hinn færeysk ættaði Johan Hansen er í hópnum en hann kom inn fyrir Hans Lindberg í forföllum hans í nokkrum leikjum á HM í janúar. Fyrsti hægri hornamaður liðsins er sem fyrr Lasse Svan hjá Flensburg-Handewitt.

Casper U. Mortensen, René Toft og Nikolaj Markussen eru líka frá í þessu verkefni vegna meiðsla.

Stærstu stjörnur liðsins eru á sínum stað eða menn eins og Mikkel Hansen, Niklas Landin og Rasmus Lauge.

Fyrri leikur Danmerkur og Svartfjallalands er í Svartfjallalandi 10. apríl en þremur dögum síðar mætast þjóðrinar aftur í Royal Arena í Kaupamannahöfn.







Danski landsliðshópurinn:

Markverðir: Niklas Landin (THW Kiel), Jannick Green (Magdeburg).

Línumenn: Henrik Toft (PSG), Anders Zachariassen (Flensburg-Handewitt), Simon Hald (Flensburg-Handewitt).

Hornamenn: Magnus Landin (THW Kiel), Emil Jakobsen (GOG), Lasse Svan, (Flensburg-Handewitt), Johan Hansen (Bjerringbro-Silkeborg).

Skyttur og leiksjórnendur: Mikkel Hansen (PSG), Henrik Møllgaard (Aalborg Håndbold), Jacob Holm (Füchse Berlin), Rasmus Lauge (Flensburg-Handewitt), Mads Mensah (Rhein-Neckar Löwen), Morten Olsen (Hannover-Burgdorf), Nikolaj Øris (Bjerringbro-Silkeborg).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×