Norwegian staðsetur vél á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2019 11:23 Norwegian mun staðsetja vél sína hér á landi Getty/Simon Dawson Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að það teljist til tíðinda að flugfélagið staðsetji vél sína hér á landi. „Vél Norwegian kemur til Íslands og sinnir þessu flugi sem hefur aldrei verið áður í boði. Þrátt fyrir að Norwegian hafi áður flogið frá Íslandi hafa þær ferðir alltaf átt uppruna sinn erlendis,“ segir Tómas. Því megi segja að heimahöfn vélarinnar verði á Íslandi. Síðastliðinn vetur hafi Heimsferðir reitt sig á vélar Icelandair og flugfélagsins Travel Service en vélar síðarnefnda félagsins hafi ætíð byrjað ferðalag sitt erlendis. „Það að við getum boðið upp á samning undir þessum formerkjum, að það sé flogið héðan, það skiptir einfaldlega höfuðmáli í samkeppninni,“ segir Tómas. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun um samninginn við Norwegian segir að boðið verði upp á morgunflug til Tenerife og Gran Canaria. Norwegian fljúgi auk þess til ýmissa áfangastaða fyrir systurfyrirtæki Heimsferða í Svíþjóð og Danmörku. Í tilkynningunni segir jafnframt að Norwegian muni nota 737-800 vélar til flugsins, sem beri 186 sæti. Tómas segir samninginn afar hagstæðan og vera til þess fallinn að halda upp virkri samkeppni um flug til Kanaríeyja. Ekki skemmi heldur fyrir að flugtíminn sé heppilegur. Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Heimsferðir hafa samið við Norwegian um flug sitt til Kanaríeyja næsta vetur, en Norwegian mun staðsetja vél á Íslandi til að sinna flugi fyrir fyrirtækið. Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir í samtali við Vísi að það teljist til tíðinda að flugfélagið staðsetji vél sína hér á landi. „Vél Norwegian kemur til Íslands og sinnir þessu flugi sem hefur aldrei verið áður í boði. Þrátt fyrir að Norwegian hafi áður flogið frá Íslandi hafa þær ferðir alltaf átt uppruna sinn erlendis,“ segir Tómas. Því megi segja að heimahöfn vélarinnar verði á Íslandi. Síðastliðinn vetur hafi Heimsferðir reitt sig á vélar Icelandair og flugfélagsins Travel Service en vélar síðarnefnda félagsins hafi ætíð byrjað ferðalag sitt erlendis. „Það að við getum boðið upp á samning undir þessum formerkjum, að það sé flogið héðan, það skiptir einfaldlega höfuðmáli í samkeppninni,“ segir Tómas. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í morgun um samninginn við Norwegian segir að boðið verði upp á morgunflug til Tenerife og Gran Canaria. Norwegian fljúgi auk þess til ýmissa áfangastaða fyrir systurfyrirtæki Heimsferða í Svíþjóð og Danmörku. Í tilkynningunni segir jafnframt að Norwegian muni nota 737-800 vélar til flugsins, sem beri 186 sæti. Tómas segir samninginn afar hagstæðan og vera til þess fallinn að halda upp virkri samkeppni um flug til Kanaríeyja. Ekki skemmi heldur fyrir að flugtíminn sé heppilegur.
Fréttir af flugi Noregur Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira