Fótbolti

Mbappe setti nýtt franskt met í leiknum á móti Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe á ferðinni í leiknum í gær.
Kylian Mbappe á ferðinni í leiknum í gær. Getty/Frederic Stevens
Kylian Mbappe varð í gærkvöldi yngsti leikmaðurinn í sögu franska landsliðsins til að spila 30 landsleiki þegar hann fór fyrir 4-0 sigri liðsins á Íslandi í undankeppni EM 2020.

Kylian Mbappe var illviðráðanlegur á Stade de France í gær með eitt mark og tvær stoðsendingar en hann lagði upp fyrsta og fjórða mark franska liðsins en skoraði það þriðja sjálfur.





Samuel Umtiti skoraði fyrsta mark Frakka eftir fyrirgjöf frá Kylian Mbappe og  Antoine Griezmann skoraði lokamarkið eftir magnaða hælsendingu frá Mbappe.

Mbappe bætti franska metið í leiknum en það átti áður Karim Benzema frá árinu 2010.

Kylian Mbappe er fæddur 20. desember 1998 og var því 20 ára, 3 mánaða og 5 daga í gær. Hann er sex mánuðum yngri en Benzema þegar hann lék sinn 30. landsleik fyrir Frakka.





Í þessum 30 landsleikjum hefur Kylian Mbappe komið með beinum hætti að samtals nítján mörkum, skorað tólf sjálfur og gefið sjö stoðsendingar á félaga sína.

Mbappe hefur þegar orðið heimsmeistari með franska landsliðsins og skoraði eitt marka marka Frakka í úrslitaleiknum á HM í Frakklandi. Það var hans fjórða mark í lokakeppni HM.

Hér fyrir neðan má samanburð á frammistöðu hans með landsliðinu í fyrstu 30 landsleikjum sínum miðað við bestu knattspyrnumenn heims síðustu ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×