Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Tindastóll 73-87 │Stólarnir stigu stórt skref í átt að undanúrslitunum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 25. mars 2019 22:00 Þórsarar fagna í vetur. vísir/daníel þór Það var kaflaskiptur leikur í boði í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla þar sem Þór Þorlákshöfn tók á móti Tindastóli í annarri viðureign liðanna. Gestirnir byrjuðu af krafti og náðu fljótlega góðri forystu í leiknum sem Þórsarar gátu aldrei alveg unnið upp. Tindastóll vann að lokum 73-87. Þórsarar höfðu skotið boltanum mjög vel í fyrstu viðureign liðanna á Sauðárkróki seinasta föstudag en gátu til að byrja með ekki endurtekið leikinn. Tindastól gekk vel að ýta þeim úr stöðum og sækja á körfuna á hinum enda vallarins og staðan eftir fyrsta leikhluta varð því 13-28. Heimamenn náðu vopnum sínum hægt og bítandi en fengu oft lítil áhlaup á sig og gátu ekki unnið upp muninn meira en svo að staðan var 32-43 í hálfleik. Munurinn á liðunum í leiknum virtist vera sá að á meðan að Tindastóll fékk opin færi sem þeir gátu yfirleitt nýtt var sókn Þórs stamari og þeir fengu ekki nema örsjaldan auðveldar körfur. Þór Þorlákshöfn gat þó fundið sóknina betur eftir hálfleikshléið og tóku nokkur góð áhlaup við fögnuð áhorfenda sinna. Græni drekinn, stuðningsmannasveit Þórsara, höfðu verið eilítið óvissir í fyrri hálfleik meðan liðinu gekk upp og ofan en létu vel í sér heyra á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiksins. Fyrir lokaleikhlutann voru Þórsmenn komnir 6 stigum frá gestunum og það stefndi allt í hörkuspennandi lokakafla í leiknum! Byrjun lokaleikhlutans lofaði góðu en fljótlega fór að draga af Þórsurum og Davíð Arnar Ágústsson og Kinu Rochford þurftu báðir að fara út af með 5 villur áður en 5 mínútur voru liðnar af lokafjórðungnum. Þór Þorlákshöfn fór að ganga verr og verr eftir það og gremjan sást hjá mörgum leikmönnum Þórsliðsins. Nikolas Tomsick fékk m.a. tæknivillu eftir að hann bað dómara leiksins heldur ókurteislega að dæma villu þar sem honum fannst brotið á sér. Að lokum skiptu báðir þjálfarar bekknum sínum inn á og seinustu 2-3 mínútur leiksins urðu meira formsatriði en nokkuð annað. Tindastóll vann leikinn eins og áður sagði 73-87.Af hverju vann Tindastóll? Vörn Tindastóls var góð stærstan hluta leiksins og þeir fengu fjöldann allan af auðveldum körfum með góðu samspili. Það sem skildi liðin þó mest að voru sóknarfráköst Stólanna, en þeir tóku 22 sóknarfráköst gegn aðeins 10 hjá Þór. Þar að auki stálu þeir 15 boltum sem leiddu til hraðaupphlaupskarfa. Öll þessu aukatækifæri leiddu til fleiri skota og vítaskota sem Tindastóll nýtti til að gera út um leikinn.Hverjir stóðu upp úr? PJ Alawoya var mjög öflugur fyrir Stólana í kvöld og leiddi sína menn í bæði stigaskori og fráköstum. Hann var illviðráðanlegur í fyrsta leikhluta og skoraði m.a. 9 stig í röð á þriggja mínútna kafla. PJ lauk leik með 25 stig, 16 fráköst (þ.a. 8 sóknarfráköst), 8 sóttar villur og 2 varin skot. Hjá Þórsurum var Halldór Garðar stigahæstur með 20 stig en framlagshæstur var Kinu Rochford sem skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og varði eitt skot á aðeins 23 mínútum.Hvað gekk illa? Þór Þorlákshöfn byrjuðu leikinn ískaldir og gekk illa að finna körfuna í fyrsta leikhlutanum. Þeir fóru að finna hana betur eftir því sem leið á leikinn en það fór of mikil orka í að koma sér upp úr holunni sem þeir grófu sér á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þórsara gátu ekki stigið leikmenn Tindastóls nógu vel út og gáfu gestunum allt of mörg tækifæri til að skora. Þeir hefðu mögulega átt séns í leiknum ef að þeir hefðu takmarkað sóknarfráköstin hjá þeim.Hvað tekur við? Þá eru Tindastólsmenn einum sigri frá því að komast í undanúrslitin og fá tækifæri til að gera það á heimavelli sínum, Síkinu á Sauðárkróki, næsta fimmtudag (28. mars) kl.19:15. Þór er í almennilegu klandri en þeir þurfa að vinna næstu þrjá leiki í röð, þar af tvö útileiki á Sauðárkróki!Baldur Þór: Við þurfum að vilja þetta meira „Við náttúrulega hefðum þurft að frákasta betur. Þeir unnu sóknarfráköstin 22-10, það er risastórt. Sérstaklega í seinni hálfleik héldu þeir sér gangandi með sóknarfráköstum,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir annað tapið í röð gegn liði Tindastóls í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla. Þórsarar eru núna aðeins einu tapi frá því að detta út úr úrslitakeppnina og í sumarfrí. Aðspurður hvað hefði mátt fara betur í leiknum benti Baldur á frákastabaráttuna: „Þetta voru aðallega sóknarfráköstin, auðvitað er alltaf hægt að gera alla hluti betur, en þetta var stærsta atriðið.“ Baldur Þór hafði lítið að athuga við dómara kvöldsins og vildi frekar benda á vankanta síns liðs. „Já, bara mjög sáttur með dómgæsluna. Þetta voru góðir dómarar hérna í kvöld, við þurfum bara að gera betur til þess að vinna þetta lið,“ sagði hann að leik loknum. Næsti leikur er eins og leikmaður hans, Nikolas Tomsick, benti á gífurlega mikilvægur leikur og þeir í Þór verða að herða sig ef að þeir vilja ekki fara eins og áður sagði í snemmbúið sumarfrí. Baldur vill huga að litlu hlutunum betur. „50/50 boltarnir þurfa að vera okkar og við þurfum að vilja þetta meira,“ sagði Baldur Þór og augljóst að þeir verða að láta kné fylgja kviði á Sauðárkróki í næsta leik.Nikolas: Nú er að duga eða drepast „Við byrjuðum leikinn með of mörgum töpuðum boltum og ég tek það á mig. Ég var að lesa vitlaust í vörnina á köflum og ofan á það gátum við ekki sett skotin eins og við gerðum í fyrsta leiknum,“ sagði Nikolas Tomsick, erlendur leikmaður Þórs Þorlákshafnar, eftir 14 stiga tap gegn Tindastól í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Lið Þórs átti í erfiðleikum með að skora framan af og misstu Tindastól of langt frá sér. Nikolas átti heldur slakan leik en það sem gerði út um leikinn að hans mati voru öll sóknarfráköstin sem að Tindastóll nældi sér í. „Sóknarfráköstin gerðu út um okkur, þeir fengu allt of mikið af auðveldum fráköstum og aukatækifærum þegar boltinn féll fyrir þeim og okkar menn voru komnir fram of snemma,“ sagði hann þreytulega eftir tapið. Þór náði að minnka muninn í 3 stig í byrjun fjórða leikhlutans en misstu skömmu síðar Davíð Arnar Ágústsson og svo Kinu Rochford út af með 5 villur. Nikolas fannst það hafa verið dýrt fyrir liðið og var eilítið svekktur út í lokavillu Kinu liðsfélaga síns: „Ég læt ykkur um að dæma hvort seinasta villan á Kinu hafi verið gild, en ég gef Tindastóli það að þeir voru fastir fyrir í kvöld.“ Eftir að hafa misst þá báða út af fór leikurinn að fjara út hjá Þórsurum og leikmenn Tindastóls fóru að skora að vild. „Já, Viðar setti þrjá þrista í leikhlutanum og fær hrós fyrir það, hann gerði okkur þetta líka fyrir norðan en við náðum einmitt að vinna Tindastól í deildarkeppninni með því að gefa honum þetta skot,“ sagði Nikolas um skotsýningu vængmanns Stólanna. „Við eyddum svo mikilli orku í að komast aftur inn í leikinn að við vorum búnir á því undir lokin og gátum ekki klárað hann,“ sagði Nikolas um frammistöðu sinna manna í lokin. Þá þurfa Þórsarar að vinna næstu þrjá leiki í röð til að komast áfram í undanúrslitin og bandarísk-króatíski bakvörður Þórs er hvergi bangin. „Við þurfum að hvílast vel fyrir næsta leik og ná vopnum okkar. Nú er að duga eða drepast og hugarfarið okkar verður að endurspegla það. Við verðum að vinna þrjá en ef við vinnum ekki næsta leik þá verður engin leikur fjögur,“ sagði Nikolas áður en hann hélt inn í búningsklefann.Israel: Í kvöld treystum við á vörnina Israel Martin þjálfari Tindastóls var að vonum þrælsáttur með sigurinn í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn og vildi þakka vörninni. „Vörnin vann þetta í dag. Í seinasta leik vann sóknin vörnina, við gáfum þeim of mikið pláss og vorum ekki nægilega ásæknir líkamlega. Við skorum ekki vanalega 100 stig né látum skora 100 stig á okkur. Í kvöld treystum við á vörnina,“ sagði hann. Liðið að norðan spilaði vel saman í leiknum í kvöld og Israel fannst leikmenn hans góðir að láta boltann ganga. „Við treystum hver öðrum sem reyndist liðinu mjög vel og á ögurstundum lögðu aukaleikmennirnir sig fram og gáfu okkur smá auka í sókninni,“ sagði spænski þjálfarinn sem er á sínu þriðja ári sem aðalþjálfari Tindastóls. Varðandi andstæðinga sína lagði Israel áherslu á að þetta væri sterkt lið sem þeir væru að mæta. „Það er erfitt að spila gegn þeim. Við þurfum alltaf að aðlagast 5 manna liðinu sem er á vellinum hverju sinni, stundum spila þeir á nokkrum stórum leikmönnum og stundum á litlu liði,“ sagði Israel um Þórsliðið sem hefur komið flestum á óvart á undangengnu tímabili með góðum sigrum og mikilli baráttu. Þórsarar náðu að minnka muninn í þrjú stig á fyrstu mínútu lokaleikhlutans en Israel kvaðst ekki hafa haft miklar áhyggjur. „Þegar þeir komust í þrjú stig fannst mér hópurinn vera þéttur, við vorum einbeittir, samskiptin á milli okkar voru góð og við fundum lausnir,“ sagði hann en eftir fyrstu körfu Þórs jók Tindastóll muninn í fjórða leikhluta í 19 stig þar til þeir skiptu varaliðinu inn á. Næsta viðureign liðanna verður á fimmtudaginn í Síkinu á Sauðárkróki og Israel heldur ekki að Þór Þorlákshöfn muni leggjast niður gegn þeim. „Þegar þú spilar gegn liði eins og Þór þá þarftu að kljást við svo marga hluti, þeir hafa góða leikmenn í vegg og veltu og geggjaðar skyttur þannig að þetta verður erfitt. Við þurfum að gera litlar lagfæringar, ekkert stórt, bara litla hluti og auðvitað verður vörnin að vera betri en í seinasta heimaleik,“ sagði hann og vísaði þar í 112-105 sigur sinna manna í Síkinu seinasta föstudag. Tindastóll hefur yfirleitt ekki leyft svo mikið stigaskor á sínum heimavelli og að hans mati á lið sem hreykir sér af vörninni ekki að bjóða upp á slíkt. Dominos-deild karla
Það var kaflaskiptur leikur í boði í Icelandic Glacial-höllinni í kvöld í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla þar sem Þór Þorlákshöfn tók á móti Tindastóli í annarri viðureign liðanna. Gestirnir byrjuðu af krafti og náðu fljótlega góðri forystu í leiknum sem Þórsarar gátu aldrei alveg unnið upp. Tindastóll vann að lokum 73-87. Þórsarar höfðu skotið boltanum mjög vel í fyrstu viðureign liðanna á Sauðárkróki seinasta föstudag en gátu til að byrja með ekki endurtekið leikinn. Tindastól gekk vel að ýta þeim úr stöðum og sækja á körfuna á hinum enda vallarins og staðan eftir fyrsta leikhluta varð því 13-28. Heimamenn náðu vopnum sínum hægt og bítandi en fengu oft lítil áhlaup á sig og gátu ekki unnið upp muninn meira en svo að staðan var 32-43 í hálfleik. Munurinn á liðunum í leiknum virtist vera sá að á meðan að Tindastóll fékk opin færi sem þeir gátu yfirleitt nýtt var sókn Þórs stamari og þeir fengu ekki nema örsjaldan auðveldar körfur. Þór Þorlákshöfn gat þó fundið sóknina betur eftir hálfleikshléið og tóku nokkur góð áhlaup við fögnuð áhorfenda sinna. Græni drekinn, stuðningsmannasveit Þórsara, höfðu verið eilítið óvissir í fyrri hálfleik meðan liðinu gekk upp og ofan en létu vel í sér heyra á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiksins. Fyrir lokaleikhlutann voru Þórsmenn komnir 6 stigum frá gestunum og það stefndi allt í hörkuspennandi lokakafla í leiknum! Byrjun lokaleikhlutans lofaði góðu en fljótlega fór að draga af Þórsurum og Davíð Arnar Ágústsson og Kinu Rochford þurftu báðir að fara út af með 5 villur áður en 5 mínútur voru liðnar af lokafjórðungnum. Þór Þorlákshöfn fór að ganga verr og verr eftir það og gremjan sást hjá mörgum leikmönnum Þórsliðsins. Nikolas Tomsick fékk m.a. tæknivillu eftir að hann bað dómara leiksins heldur ókurteislega að dæma villu þar sem honum fannst brotið á sér. Að lokum skiptu báðir þjálfarar bekknum sínum inn á og seinustu 2-3 mínútur leiksins urðu meira formsatriði en nokkuð annað. Tindastóll vann leikinn eins og áður sagði 73-87.Af hverju vann Tindastóll? Vörn Tindastóls var góð stærstan hluta leiksins og þeir fengu fjöldann allan af auðveldum körfum með góðu samspili. Það sem skildi liðin þó mest að voru sóknarfráköst Stólanna, en þeir tóku 22 sóknarfráköst gegn aðeins 10 hjá Þór. Þar að auki stálu þeir 15 boltum sem leiddu til hraðaupphlaupskarfa. Öll þessu aukatækifæri leiddu til fleiri skota og vítaskota sem Tindastóll nýtti til að gera út um leikinn.Hverjir stóðu upp úr? PJ Alawoya var mjög öflugur fyrir Stólana í kvöld og leiddi sína menn í bæði stigaskori og fráköstum. Hann var illviðráðanlegur í fyrsta leikhluta og skoraði m.a. 9 stig í röð á þriggja mínútna kafla. PJ lauk leik með 25 stig, 16 fráköst (þ.a. 8 sóknarfráköst), 8 sóttar villur og 2 varin skot. Hjá Þórsurum var Halldór Garðar stigahæstur með 20 stig en framlagshæstur var Kinu Rochford sem skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og varði eitt skot á aðeins 23 mínútum.Hvað gekk illa? Þór Þorlákshöfn byrjuðu leikinn ískaldir og gekk illa að finna körfuna í fyrsta leikhlutanum. Þeir fóru að finna hana betur eftir því sem leið á leikinn en það fór of mikil orka í að koma sér upp úr holunni sem þeir grófu sér á fyrstu 10 mínútum leiksins. Þórsara gátu ekki stigið leikmenn Tindastóls nógu vel út og gáfu gestunum allt of mörg tækifæri til að skora. Þeir hefðu mögulega átt séns í leiknum ef að þeir hefðu takmarkað sóknarfráköstin hjá þeim.Hvað tekur við? Þá eru Tindastólsmenn einum sigri frá því að komast í undanúrslitin og fá tækifæri til að gera það á heimavelli sínum, Síkinu á Sauðárkróki, næsta fimmtudag (28. mars) kl.19:15. Þór er í almennilegu klandri en þeir þurfa að vinna næstu þrjá leiki í röð, þar af tvö útileiki á Sauðárkróki!Baldur Þór: Við þurfum að vilja þetta meira „Við náttúrulega hefðum þurft að frákasta betur. Þeir unnu sóknarfráköstin 22-10, það er risastórt. Sérstaklega í seinni hálfleik héldu þeir sér gangandi með sóknarfráköstum,“ sagði Baldur Þór Ragnarsson þjálfari Þórs Þorlákshafnar eftir annað tapið í röð gegn liði Tindastóls í 8-liða úrslitum úrvalsdeildar karla. Þórsarar eru núna aðeins einu tapi frá því að detta út úr úrslitakeppnina og í sumarfrí. Aðspurður hvað hefði mátt fara betur í leiknum benti Baldur á frákastabaráttuna: „Þetta voru aðallega sóknarfráköstin, auðvitað er alltaf hægt að gera alla hluti betur, en þetta var stærsta atriðið.“ Baldur Þór hafði lítið að athuga við dómara kvöldsins og vildi frekar benda á vankanta síns liðs. „Já, bara mjög sáttur með dómgæsluna. Þetta voru góðir dómarar hérna í kvöld, við þurfum bara að gera betur til þess að vinna þetta lið,“ sagði hann að leik loknum. Næsti leikur er eins og leikmaður hans, Nikolas Tomsick, benti á gífurlega mikilvægur leikur og þeir í Þór verða að herða sig ef að þeir vilja ekki fara eins og áður sagði í snemmbúið sumarfrí. Baldur vill huga að litlu hlutunum betur. „50/50 boltarnir þurfa að vera okkar og við þurfum að vilja þetta meira,“ sagði Baldur Þór og augljóst að þeir verða að láta kné fylgja kviði á Sauðárkróki í næsta leik.Nikolas: Nú er að duga eða drepast „Við byrjuðum leikinn með of mörgum töpuðum boltum og ég tek það á mig. Ég var að lesa vitlaust í vörnina á köflum og ofan á það gátum við ekki sett skotin eins og við gerðum í fyrsta leiknum,“ sagði Nikolas Tomsick, erlendur leikmaður Þórs Þorlákshafnar, eftir 14 stiga tap gegn Tindastól í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitunum. Lið Þórs átti í erfiðleikum með að skora framan af og misstu Tindastól of langt frá sér. Nikolas átti heldur slakan leik en það sem gerði út um leikinn að hans mati voru öll sóknarfráköstin sem að Tindastóll nældi sér í. „Sóknarfráköstin gerðu út um okkur, þeir fengu allt of mikið af auðveldum fráköstum og aukatækifærum þegar boltinn féll fyrir þeim og okkar menn voru komnir fram of snemma,“ sagði hann þreytulega eftir tapið. Þór náði að minnka muninn í 3 stig í byrjun fjórða leikhlutans en misstu skömmu síðar Davíð Arnar Ágústsson og svo Kinu Rochford út af með 5 villur. Nikolas fannst það hafa verið dýrt fyrir liðið og var eilítið svekktur út í lokavillu Kinu liðsfélaga síns: „Ég læt ykkur um að dæma hvort seinasta villan á Kinu hafi verið gild, en ég gef Tindastóli það að þeir voru fastir fyrir í kvöld.“ Eftir að hafa misst þá báða út af fór leikurinn að fjara út hjá Þórsurum og leikmenn Tindastóls fóru að skora að vild. „Já, Viðar setti þrjá þrista í leikhlutanum og fær hrós fyrir það, hann gerði okkur þetta líka fyrir norðan en við náðum einmitt að vinna Tindastól í deildarkeppninni með því að gefa honum þetta skot,“ sagði Nikolas um skotsýningu vængmanns Stólanna. „Við eyddum svo mikilli orku í að komast aftur inn í leikinn að við vorum búnir á því undir lokin og gátum ekki klárað hann,“ sagði Nikolas um frammistöðu sinna manna í lokin. Þá þurfa Þórsarar að vinna næstu þrjá leiki í röð til að komast áfram í undanúrslitin og bandarísk-króatíski bakvörður Þórs er hvergi bangin. „Við þurfum að hvílast vel fyrir næsta leik og ná vopnum okkar. Nú er að duga eða drepast og hugarfarið okkar verður að endurspegla það. Við verðum að vinna þrjá en ef við vinnum ekki næsta leik þá verður engin leikur fjögur,“ sagði Nikolas áður en hann hélt inn í búningsklefann.Israel: Í kvöld treystum við á vörnina Israel Martin þjálfari Tindastóls var að vonum þrælsáttur með sigurinn í kvöld gegn Þór Þorlákshöfn og vildi þakka vörninni. „Vörnin vann þetta í dag. Í seinasta leik vann sóknin vörnina, við gáfum þeim of mikið pláss og vorum ekki nægilega ásæknir líkamlega. Við skorum ekki vanalega 100 stig né látum skora 100 stig á okkur. Í kvöld treystum við á vörnina,“ sagði hann. Liðið að norðan spilaði vel saman í leiknum í kvöld og Israel fannst leikmenn hans góðir að láta boltann ganga. „Við treystum hver öðrum sem reyndist liðinu mjög vel og á ögurstundum lögðu aukaleikmennirnir sig fram og gáfu okkur smá auka í sókninni,“ sagði spænski þjálfarinn sem er á sínu þriðja ári sem aðalþjálfari Tindastóls. Varðandi andstæðinga sína lagði Israel áherslu á að þetta væri sterkt lið sem þeir væru að mæta. „Það er erfitt að spila gegn þeim. Við þurfum alltaf að aðlagast 5 manna liðinu sem er á vellinum hverju sinni, stundum spila þeir á nokkrum stórum leikmönnum og stundum á litlu liði,“ sagði Israel um Þórsliðið sem hefur komið flestum á óvart á undangengnu tímabili með góðum sigrum og mikilli baráttu. Þórsarar náðu að minnka muninn í þrjú stig á fyrstu mínútu lokaleikhlutans en Israel kvaðst ekki hafa haft miklar áhyggjur. „Þegar þeir komust í þrjú stig fannst mér hópurinn vera þéttur, við vorum einbeittir, samskiptin á milli okkar voru góð og við fundum lausnir,“ sagði hann en eftir fyrstu körfu Þórs jók Tindastóll muninn í fjórða leikhluta í 19 stig þar til þeir skiptu varaliðinu inn á. Næsta viðureign liðanna verður á fimmtudaginn í Síkinu á Sauðárkróki og Israel heldur ekki að Þór Þorlákshöfn muni leggjast niður gegn þeim. „Þegar þú spilar gegn liði eins og Þór þá þarftu að kljást við svo marga hluti, þeir hafa góða leikmenn í vegg og veltu og geggjaðar skyttur þannig að þetta verður erfitt. Við þurfum að gera litlar lagfæringar, ekkert stórt, bara litla hluti og auðvitað verður vörnin að vera betri en í seinasta heimaleik,“ sagði hann og vísaði þar í 112-105 sigur sinna manna í Síkinu seinasta föstudag. Tindastóll hefur yfirleitt ekki leyft svo mikið stigaskor á sínum heimavelli og að hans mati á lið sem hreykir sér af vörninni ekki að bjóða upp á slíkt.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum