Ekki hægt að bóka flug með WOW til og frá London Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. mars 2019 12:22 Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu en þessi mynd var tekin á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sumar. vísir/vilhelm Fundað var víða um borg í gærkvöldi vegna stöðu WOW air eftir að viðræðum félagsins við Icelandair var slitið um miðjan dag. Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu og hefur mbl.is eftir heimildum að vél flugfélagsins hafi verið kyrrett í Montreal í Kanada að beiðni leigusala hennar. Í morgun var ástæða seinkunarinnar sögð vélarbilun. Leigusali þeirrar vélar sem er í Montreal á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Heimildir fréttastofu herma að sú vél hafi verið send til Kaliforníu í morgun að ósk leigusala. Þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun og svo virðist sem ekki sé hægt að bóka flug til borgarinnar með flugfélaginu næstu daga. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þess að flugum sé aflýst og vélar sitji sem fastast á flugvöllum og er engin svör að fá frá forsvarsmönnum WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, sagði í svari til fréttastofu rétt fyrir hádegi að WOW air ynni nú náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Skjáskot af vef WOW air þegar blaðamaður reyndi að bóka ferð til London á morgun.Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki hægt að bóka flug með WOW air til eða frá London á morgun og miðvikudag. Sé það reynt í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins kemur upp melding um að ekkert flug sé til og frá borginni þessa daga. Þá reyndi blaðamaður einnig að bóka flug til Kaupmannahafnar á morgun en fékk upp sömu meldingu um ekkert flug. Flestar vélar WOW Air virðast hafa flogið samkvæmt áætlun í morgun en það gæti komið í ljós í dag hvort það takist að breyta skuldum félagsins í eignarhluti. Samkvæmt yfirlýsingu flugfélagsins í gærkvöldi er meirihluti skuldabréfahafa og annarra lánardrottna langt komnir í viðræðum um endurskipulagningu skulda en fjölmiðlar hafa greint frá því að WOW hafi tapað rúmlega tuttugu milljörðum króna í fyrra. Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW-air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.Uppfært klukkan 15:12:Hægt er að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og á miðvikudag samkvæmt bókunarsíðu félagsins. Þegar blaðamaður reyndi það sama í hádeginu í dag var það ekki hægt og fékk hann upp meldinguna „ekkert flug.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að líklega hafi ástæðan verið tæknilegt atriði. Samkvæmt upplýsingum frá WOW air hafa engin flug verið felld niður frá og með morgundeginum en nokkur flug eru fullbókuð þessa vikuna. Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Fundað var víða um borg í gærkvöldi vegna stöðu WOW air eftir að viðræðum félagsins við Icelandair var slitið um miðjan dag. Skúli Mogensen, eigandi félagsins, gerir nú allt til að bjarga fyrirtækinu sínu og hefur mbl.is eftir heimildum að vél flugfélagsins hafi verið kyrrett í Montreal í Kanada að beiðni leigusala hennar. Í morgun var ástæða seinkunarinnar sögð vélarbilun. Leigusali þeirrar vélar sem er í Montreal á einnig aðra vél í flota WOW air sem er TF-NOW. Sú vél hefur verið í Kúbuflugi frá Bandaríkjunum um þessar mundir. Heimildir fréttastofu herma að sú vél hafi verið send til Kaliforníu í morgun að ósk leigusala. Þá hefur WOW air aflýst áætlunarferðum til og frá Gatwick í London í morgun og svo virðist sem ekki sé hægt að bóka flug til borgarinnar með flugfélaginu næstu daga. Misvísandi fréttir berast af ástæðum þess að flugum sé aflýst og vélar sitji sem fastast á flugvöllum og er engin svör að fá frá forsvarsmönnum WOW air. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi félagsins, sagði í svari til fréttastofu rétt fyrir hádegi að WOW air ynni nú náið með kröfuhöfum og leigusölum félagsins. Þá verði flogið samkvæmt áætlun á morgun.Skjáskot af vef WOW air þegar blaðamaður reyndi að bóka ferð til London á morgun.Eftir því sem fréttastofa kemst næst er ekki hægt að bóka flug með WOW air til eða frá London á morgun og miðvikudag. Sé það reynt í gegnum bókunarsíðu flugfélagsins kemur upp melding um að ekkert flug sé til og frá borginni þessa daga. Þá reyndi blaðamaður einnig að bóka flug til Kaupmannahafnar á morgun en fékk upp sömu meldingu um ekkert flug. Flestar vélar WOW Air virðast hafa flogið samkvæmt áætlun í morgun en það gæti komið í ljós í dag hvort það takist að breyta skuldum félagsins í eignarhluti. Samkvæmt yfirlýsingu flugfélagsins í gærkvöldi er meirihluti skuldabréfahafa og annarra lánardrottna langt komnir í viðræðum um endurskipulagningu skulda en fjölmiðlar hafa greint frá því að WOW hafi tapað rúmlega tuttugu milljörðum króna í fyrra. Greint var frá því í gær að forsvarsmenn WOW-air hafi fundað með Samgöngustofu í gærkvöldi. Í samtali við fréttastofu segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, að almennt séð snúist eftirlit Samgöngustofu um að tryggja flugöryggi. Samgöngustofa hafi eftirlit með fjárhagsstöðu flugrekanda í því skyni að flugöryggi sé á öllum tímum tryggt, til dæmis viðhald véla og þjálfun áhafna. Stofnunin fari eftir evrópskri reglugerð um rekstur flugrekanda sem snýr að því að öryggi sé ávallt í fyrsta sæti.Uppfært klukkan 15:12:Hægt er að bóka flug með WOW air til og frá London á morgun og á miðvikudag samkvæmt bókunarsíðu félagsins. Þegar blaðamaður reyndi það sama í hádeginu í dag var það ekki hægt og fékk hann upp meldinguna „ekkert flug.“ Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir að líklega hafi ástæðan verið tæknilegt atriði. Samkvæmt upplýsingum frá WOW air hafa engin flug verið felld niður frá og með morgundeginum en nokkur flug eru fullbókuð þessa vikuna.
Fréttir af flugi Neytendur WOW Air Tengdar fréttir Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54 Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Vél WOW air föst í Montreal og ferðum til og frá London aflýst Óljóst hvort það tengist bilun eða kyrrsetningu. 25. mars 2019 10:54
Rautt á öllum tölum og krónan veikist Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. 25. mars 2019 10:22
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00