Rautt á öllum tölum og krónan veikist Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. mars 2019 10:22 Kauphöllin á Laugavegi. fréttablaðið/anton brink Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi. Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Kauphöllin hefur verið eldrauð það sem af er morgni. Nánast öll félög hafa lækkað, flest á bilinu 1 til 3 prósent, en hrap Icelandair er þó ívið meira. Í fyrstu viðskiptum dagsins nam lækkunin næstum 7 prósentum en er rúm 4,4 prósent sem stendur. Þá hafa hlutabréf í Arion banka, viðskiptabanka WOW air, lækkað um tæp 2,5 prósent. Að sama skapi hefur krónan veikst gegn öllum helstu viðskiptamyntum í morgun. Veikingin er þó innan við eitt prósent í flestum tilfellum, að frátaldri veikingu gagnvart sænsku og norsku krónunnar þar sem hún er um 1,3 prósent. Ætla má að margvíslegar ástæður séu fyrir þessari þróun mála. Til að mynda kom neikvætt hljóð í markaði fyrir helgi af ótta við að hægja muni á vexti bandarísks efnahagslífs. Asíumarkaðir lækkuðu til að mynda skarpt við opnun og gert er ráð fyrir að svipað gæti verið upp á teningnum þegar markaðir opna vestanhafs. Tíðindi helgarinnar af WOW air verða að sama skapi að teljast örlagavaldar. Framtíð félagsins er í lausu lofti eftir að Icelandair ákvað að slíta viðræðum sínum um aðkomu að rekstri félagsins. Fjárhagsstaðan væri einfaldlega of slæm. Skúli Mogensen, stofnandi WOW, reynir nú hvað hann getur til að halda lífi í flugfélaginu. Fá, áreiðanleg svör eru þó á takteinum og því ríkir enn töluverð óvissa um stöðu mála, með tilheyrandi skjálfta í íslensku efnahagslífi.
Icelandair Íslenska krónan WOW Air Tengdar fréttir Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35 Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45 Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00 Mest lesið „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Sjá meira
Treystu sér ekki til að halda áfram viðræðum vegna fjárhagsstöðu WOW Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 24. mars 2019 17:35
Gæti leitt til 2,7 prósenta samdráttar Hverfi WOW air af flugmarkaði gæti landsframleiðsla dregist saman um allt að 2,7 prósent, samkvæmt skýrslu sem unnin var að beiðni flugfélagsins. 23. mars 2019 09:45
Skúli þarf fimm milljarða til að halda flugi Forsvarsmenn WOW leggja til fækkun í vélaflota og að skuldum verði breytt í hlutafé svo hægt sé að halda rekstri áfram. Starfsmenn flugfélagsins viðra hugmyndir um að leggja brot launa í hlutafé. 25. mars 2019 06:00