Blaðamannafélagið íhugar að kæra fjölmiðlanefnd Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2019 20:04 Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins. Vísir/Stefán Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Blaðamannafélag Íslands íhugar nú að kæra stjórnsýslu fjölmiðlanefndar til umboðsmanns Alþingis. Gagnrýni félagsins beinist að beitingu nefndarinnar á 26. grein laga um fjölmiðla en hún snýr að lýðræðislegum skyldum fjölmiðla. Þetta kemur fram í frétt á vef félagsins. Í fréttinni segir að blaðamannafélagið hafi áður gert athugasemd við birtingu nefndarinnar á áliti á efni fjölmiðla, sem grundvallaðist eingöngu á 26. grein laganna, í kjölfar kæra sem nefndinni barst og hún ákvað að taka til meðferðar.Áður hafði BÍ samþykkt að draga fulltrúa sinn út úr fjölmiðlanefnd vegna þessa.„Það er álit Blaðamannafélagsins að með þessu háttalagi sínu sé nefndin kom langt út fyrir valdsvið sitt og sé að fara á svig við skýran vilja löggjafans eins og hann birtist þegar fjölmiðlalögin urðu að lögum,“ segir á vef félagsins. Þar segir jafnframt að hafa verði í huga meirihlutaálit menntamálanefndar, en þar kom fram að ákvæðið um lýðræðislegar grundvallarreglur beri að túlka sem stefnuyfirlýsingu um grundvallarreglur í fjölmiðlun en ekki sé með því ætlunin að setja tjáningarfrelsi íslenskra fjölmiðla auknar skorður.” Blaðamannafélagið telji nú að nefndin hafi farið út fyrir þau valdmörk sem henni er sett í álitinu. Þá segir Blaðamannafélagið það „stórlega ámælisverða stjórnsýslu“ af hálfu fjölmiðlanefndar að hafa birt álit sem grundvölluðust eingöngu á umræddri 26. grein fjölmiðlalaganna án þess að setja formreglur um hvaða skilyrði kærur þyrftu að uppfylla til þess að teljast tækar fyrir nefndinni. „Þannig virðist nefndin líta svo á að allt birt efni í íslenskum fjölmiðlum sé á valdsviði nefndarinnar og enginn áskilnaður er um aðild kærenda, fyrningu eða að reynt hafi verið að krefjast leiðréttingar á kærðri umfjöllun eins og finna má í siðareglum BÍ.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Sjá meira
Draga fulltrúa sinn úr starfi fjölmiðlanefndar Segir nefndina komna langt út fyrir valdsvið sitt. 15. mars 2019 16:42