Krísufundur hjá May og félögum eftir fréttir um að henni verði steypt af stóli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. mars 2019 14:04 Theresa May er forsætisráðherra Bretlands. AP/Frank Augstein Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Theresay May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur boðað ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar og háttsetta þingmenn flokksins til krísufundar á sveitasetri forsætisráðherrans.Greint var frá því í breskum fjölmiðlum í dag að háttsettir þingmenn innan flokksins hefðu hug á því að steypa May af stóli. BBC greindi frá því fyrr í dag að hinir sömu þingmenn gætu sætt við að samþykkja Brexit-samning forsætisráðherrans í skiptum fyrir fullvissu um að May myndi láta af embætti.Helstu samstarfsmenn May hafa þvertekið fyrir að hafa ætlað sér að steypa henni af stóli. Með May á fundinum eru David Lidington, sem sagður er vera næstráðandi May og sá stjórnmálamaður sem bresku blöðin nefndu sem mögulegan arftaka May. Ásamt Lidington eru ráðherrarnir Michael Gove og Stephen Barclay auk harðlínu Brexit-mannanna Boris Johnson, Dominic Raab, Iain Duncan Smith og Jacob Rees-Mogg. Efni fundarins er Brexit og næstu skref tengd útgöngu Bretlands úr ESB. Fyrirhugað var að Bretland myndi yfirgefa ESB formlega þann 29. mars, næsta föstudag, en ólíklegt þykir að verði af því.Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, greindi frá því í síðustu viku að ESB hafi boðið Bretum að fresta útgöngunni frá 29. mars til 22. maí, svo fremi sem breska þingið samþykki útgöngusamninginn í vikunni sem hófst í dag.Ekki er hins vegar talið víst að May muni boða til atkvæðagreiðslu um samninginn í vikunni enda ekki ljóst hvort samningurinn njóti stuðnings nægjanlegs fjölda þingmanna.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43 Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03 Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hundruð þúsunda mótmæla Brexit á götum Lundúna Óstaðfestar frásagnir herma að yfir milljón manns séu á mótmælunum. 23. mars 2019 15:43
Katrín segir koma til greina að Bretar gangi í EFTA, vilji þeir það Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, segir koma til greina að ræða við Breta um mögulega aðkomu þeirra að evrópska efnahagssvæðinu í gegnum EFTA. 22. mars 2019 13:03
Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Leiðtogaráð ESB ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. 22. mars 2019 22:15