Lygileg endurkoma Dana sem voru 3-0 undir á 84. mínútu | Helgi fékk skell gegn Ítölum Anton Ingi Leifsson skrifar 26. mars 2019 21:45 Yussuf Poulsen í leiknum í kvöld. vísir/getty Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0 EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira
Danmörk náði ótrúlega jafntefli gegn Sviss, 3-3, er liðin mættust í undankeppni EM 2020 í Sviss í kvöld. Heimamenn náðu 3-0 forystu en Danirnir voru ekki af baki dottnir og náðu stigi út úr viðureign kvöldsins. Remo Freuler kom Sviss yfir á 19. mínútu en markið átti aldrei að standa þar sem hann handlék knöttinn í aðdraganda marksins. Granit Xhaka tvöfaldaði svo forystuna á 66. mínútu með frábæru skoti og tíu mínútum síðar kom Breel Embolo Sviss í -0. Mathias Joergensen minnkaði muninn á 84. mínútu, Christian Gytkjaer breytti stöðunni í 3-2 fjórum mínútum síðar og er langt var komið inn í uppbótartíma var það svo Henrik Dalsgaard sem jafnaði metin. Ævintýraleg endurkoma. Í sama riðli unnu Írar nauman 1-0 sigur á Georgíu. Eina mark leiksins skoraði Conor Hourihane á 35. mínútu og Írar eru með sex stig í riðlinum. Sviss er í öðru sætinu með fjögur stig, Danir eru með eitt en Gíbraltar og Georgía án stiga. Spánverjar létu tvö mörk duga er þeir mættu Möltu á útivelli í kvöld en Spánverjar hafa ekki verið sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum sínum í riðlinum. Lokatölur 2-0. Mörkin skoraði Alvaro Morata. Í sama riðli var rosaleg dramatík í leik Noregs og Svía en Gunnar Nielsen fékk á sig fjögur mörk er Færeyjar tapaði 4-1 fyrir Rúmeníu á útivelli. Brandur Olsen spilaði allan leikinn fyrir Færeyja en Kaj Leó í Bartalsstovu var tekinn af velli á 67. mínútu. Spánverjar eru á toppi riðilsins með sex stig, Svíþjóð er með fjögur, Rúmenía þrjú sem og Malta en Noregur er með eitt stig. Færeyjar eru á botni riðilsins án stiga. Helgi Kolviðsson og lærisveinar fengu svo skell gegn Ítalíu á útivelli en Helgi stýrir Liechtenstein. Þeir töpuðu 6-0. Fabio Quagliarella gerði tvö mörk og þeir Moise Kean, Leonardo Pavoletti, Stefano Sensi og Marco Verratti gerðu sitt hvort markið. Staðan var 4-0 í hálfleik. Grikkar björguðu stigi gegn Bosníu á útivelli en þeir voru lentir 2-0 undir eftir fimmtán mínútur. Jöfnunarmarkið kom fimm mínútur fyrir leikslok en í sama riðli unnu Finnar 2-0 sigur á Armenum. Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði annað mark Finna. Ítalía er á toppi riðilsins með sex stig en Grikkir og Bosníumenn eru með fjögur stig. Finnland er með þrjú en Armenía og Liechtenstein eru án stiga.Öll úrslit dagsins:D-riðill: Írland - Georgia 1-0 Sviss - Danmörk 3-3F-riðill: Malta - Spánn 0-2 Noregur - Svíþjóð 3-3 Rúmenía - Færeyjar 4-1J-riðill: Armenía - Finnland 0-2 Bosnía - Grikkland 2-2 Ítalía - Liechtenstein 6-0
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Sjá meira