Verkfalli hótelstarfsmanna og rútubílstjóra lokið Andri Eysteinsson skrifar 23. mars 2019 00:00 Verkfallsverðir segja mun fleiri brot í dag en í síðustu aðgerðum Eflingar. Vísir/Vilhelm Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Verkfalli um tvö þúsund hótelstarfsmanna og rútubílstjóra sem eru félagsmenn í Eflingu og VR er nú lokið. Verkfallið, sem er annað verkfallið sem Efling boðar til í mánuðinum, stóð yfir í einn sólarhring. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR sagði verkfallið sögulegt í samtali við fréttastofu, enda væri þetta fyrsta verkfall VR frá árinu 1988. Næsta verkfall er fyrirhugað tveggja daga verkfall í hótelum og rútufyrirtækjum 28. Og 29. Mars næstkomandi. Fleiri aðgerðir hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslum félaganna og munu þær vera á þennan hátt. • 3.-5. apríl (3 dagar) • 9.-11. apríl (3 dagar) • 15.-17. apríl (3 dagar) • 23.-25. apríl (3 dagar) • 1. maí (þangað til verkfallinu er aflýst)Aðgerðir höfðu áhrif á starfsemi hótela og rútufyrirtækjaFréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar fylgdist vel með verkfallinu í gær og má sjá Verkfallsvakt 22. mars hér. Verkföllin höfðu einhver áhrif á rekstur rútufyrirtækja og hótela í dag. Sérferðir voru felldar niður og stjórnendur gengu í þrifin á hótelum, í kvöldfréttum Stöðvar 2 kom fram að rúmlega tveir þriðju starfsmanna Hótel Sögu hafi tekið þátt í verkfallsaðgerðum í dag. Hótel lokuðu fyrir bókanir fyrir þessa helgi og dagana í kring. Páll Lárus Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Hótel KEA, sagði aðgerðirnar í dag hafa áhrif á fimm daga. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, sagði verkfallið ekki hafa haft nein áhrif á starfsemi fyrirtækisins í samtali við fréttastofu um klukkan 10 í morgun, Björn sagði þó í kvöldfréttum Stöðvar 2 að vegna aðgerðanna hafi Kynnisferðir lagt áherslu á að halda flugrútunni gangandi og hafi því dregið úr annarri þjónustu. Verkfallsverðir Eflingar fóru á milli og sinntu störfum sínum, töldu þeir líklegt að einhver fjöldi verkfallsbrota hafi verið framin. Verkfallsvörðum var meinaður aðgangur á hótelið Reykjavík Natura í þó nokkurn tíma, en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar sagðist ekki fá góða tilfinningu þegar tekið væri á móti verkfallsvörðum með þessum hætti.Sólveig fullyrti einnig að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu.Guðmundur Baldursson, einn verkfallsvarða Eflingar, fylgdist með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag. Guðmundur sagði bílstjórana fremja augljós verkfallsbrot, þeir hafi sumir hvorki sagt til nafns né gefið upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var birt myndskeið, sem vakið hefur athygli. Myndskeiðið sem tekið var upp á BSÍ fyrr í dag sýndi samtal verkfallsvarða og rútubílsstjóra. Næsti fundur í kjaradeilu Eflingar, VR, LÍV, VLFA, VLFG og Framsýnar við Samtök atvinnulífsins hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara næstkomandi mánudag klukkan 10.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26 Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Kanna hvort starfsmenn ræstingafyrirtækis hafi gengið í störf þerna Verkfallsverðir Eflingar fengu að fara inn á Reykjavík Natura eftir nokkurt streð. 22. mars 2019 13:26
Fullyrða að verkfallsbrot hafi verið framin á City Park hótelinu: „Endilega kærðu þetta“ Árni Valur Sólonsson, eigandi City Park Hotel þvertekur fyrir verkfallsbrot hafi verið framin á hans vakt. 22. mars 2019 15:01
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05