Freyja sigraði í Landsrétti Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2019 15:55 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, einn af eigendum Réttar,til vinstri flutti málið fyrir Landsrétti og fluttu hún og Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður,til hægri, málið fyrir héraðsdómi. Freyja Haraldsdóttir getur sótt um að fá að taka barn í fóstur á ný. Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni. Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðs fólks, gegn Barnaverndarstofu og er niðurstaðan sú að Freyju hafi verið mismunað vegna fötlunar. Landsréttur kvað upp dóm sinn klukkan 14:00 í dag. Í júní hafnaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfum Freyju um að fella úr gildi úrskurð úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti ákvörðun Barnaverndarstofu um synjun á umsókn Freyju um að taka barn í fóstur áður en hún fékk tækifæri til að sitja matsnámskeið. Aðspurð um hvaða þýðingu dómur Landsréttar hefur fyrir Freyju svarar Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju: „Niðurstaðan er raunverulega sú að henni hafi verið mismunað vegna fötlunar eða að minnsta kosti hafi ekki verið sýnt fram á það hefði ekki verið ástæða þess að hún fékk ekki að sitja matsnámskeið þar sem mat á hæfni fer fram til þess að gerast fósturforeldri.“ Sigrún segir að kjarni málsins sé hin mjög svo ólíka málsmeðferð sem Freyja fékk að því er virðist eingöngu vegna fötlunar. „Niðurstaðan er sú að hún hefði átt að sitja þetta námskeið þar sem hæfni hennar er metin eins og annarra áður en ákvörðun er tekin um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri eða ekki.“Getur Freyja sótt um að nýju? „Já, nú væri í rauninni eðlilegasta næsta skref að hún færi á þetta matsnámskeið sem við höfum gert athugasemdir við að hún hafi ekki fengið að fara á og þar myndi mat á hæfninni fara fram og í framhaldinu yrði tekin ákvörðun um það hvort hún væri hæf til að gerast fósturforeldri alveg eins og hjá öllum öðrum.“ Í dómi Landsréttar segir að með því að hafna umsókn Freyju á þeim grundvelli að hún uppfyllti ekki almenn skilyrði án þess að gefa henni kost á að sækja námskeiðið hafi henni verið mismunað vegna fötlunar. „Á stefnda hvíldi sú skylda að gæta þess við afgreiðslu á umsókn áfrýjanda um fósturleyfi að ekki væri á hana hallað vegna fötlunar, sbr. jafnræðisreglur stjórnarskrár og stjórnsýslulaga.“Hér er hægt að lesa dóm Landsréttar í heild sinni.
Dómsmál Félagsmál Tengdar fréttir "Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30 Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00 Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30 Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
"Fólk hugsar aldrei að mögulega hafi fatlað fólk sumt að gefa umfram ófatlað fólk“ Freyja Haraldsdóttir fær ekki að klára hefðbundið matsferli og hefur verið hafnað um að verða fósturforeldri á grundvelli fötlunar. 28. janúar 2019 14:30
Freyja segir niðurstöðu héraðsdóms vera mikil vonbrigði Barnaverndarstofa var í gær sýknuð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. 7. júní 2018 06:00
Niðurlægjandi og sárt að vera ein örfárra sem fá ekki að sitja námskeiðið Freyju Haraldsdóttur þekkja eflaust flestir enda verið áberandi í þjóðfélagsumræðunni í gegnum tíðina og lætur hún fátt stoppa sig þrátt fyrir hindranir. 29. janúar 2019 11:30
Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. 6. júní 2018 13:11