Martin: Kannski get ég hjálpað mömmu með miðana Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Andorra skrifar 22. mars 2019 19:15 Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“ EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira
Martin Hermannsson verður í eldlínunni með liði sínu, Alba Berlin, í undanúrslitum EuroCup-keppninnar í körfubolta í kvöld. Berlínarliðið mætir þá MoraBanc Andorra en leikurinn fer fram í næsta húsi við þjóðarleikvang Andorra í knattspyrnu, þar sem heimamenn munu taka á móti íslenska landsliðinu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt. Að vera í þessu litla landi og að spila 20 metrum frá fótboltalandsliðinu í kvöld. Ég á eftir að gera upp við mig á hvorn leikinn ég mæti,“ sagði hann í léttum dúr. Martin er ekki aðeins dyggur stuðnigsmaður landsliðsins heldur á hann náin tengsl við KSÍ. Margrét Elíasdóttir, mamma hans, starfar hjá sambandinu og Martin var þar sjálfur lengi vel starfsmaður. „Ég get örugglega eitthvað hjálpað mömmu með miðana eða eitthvað slíkt,“ sagði hann og brosti. „Þeir gera líka mikið grín að mér þjálfararnir og spá í því hvort ég geti tekið fyrri hálfleik með þeim eða öfugt.“ Alba Berlín vann fyrsta leikinn gegn MoraBanc Andorra á heimavelli og kemur sér í úrslitaleikinn með sigri í kvöld. Martin segir að þetta sé stór leikur í sögu Alba Berlín. „Síðast komst liðið í úrslitaleikinn árið 2010 og það var þá í fyrsta sinn í sögu félagsins. Það væri gaman að gera þetta, sérstaklega á mínu fyrsta ári hér. Þetta var alls ekki auðvelt - tímabilið hefur verið langt og strangt - en það eru mikil forréttindi að vera hér. Vonandi klárum við þetta og komum okkur í úrslitaeinvígið,“ sagði Martin sem segir að EuroCup sé gríðarlega sterk deild.Martin Hermannsson í leik með Alba Berlin.Getty/ Alexander Pohl2-3 fyrrum NBA-leikmenn í hverju liði „EuroLeague er sterkust, eins og Meistaradeildin í fótbolta. Þetta er eins og Evrópudeildin. Í þeim liðum sem eru í þessari deild spila margir bestu leikmenn Evrópu. Við erum með þrjá leikmenn sem hafa spilað í NBA-deildinni og öll lið eru með 2-3 slíka leikmenn. Það þarf að vinna marga leiki til að komast svona langt.“ Martin á rúmt ár eftir af samningi sínum og líður vel í Berlín. Önnur félag geta þó keypt hann út í sumar fyrir tiltekna upphæð en hann er ánægður þar sem hann er. „Maður stefnir alltaf á toppinn og í eitt af stærstu liðunum. Hvort sem það gerist fljótlega eða síðar kemur í ljós. Okkur fjölskyldunni líður mjög vel í Berlín og öllu starfi í kringum félagið er sinnt af mikilli fagmennsku. Ég hef ekki yfir neinu að kvarta.“
EM 2020 í fótbolta Körfubolti Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Fleiri fréttir „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Sjá meira