Bílstjórar neita að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 11:17 Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Guðmundur Baldursson verkfallsvörður Eflingar, sem fylgst hefur með akstri rútubílstjóra frá BSÍ til Keflavíkur í dag, segir bílstjórana fremja „augljós verkfallsbrot“ með vinnu sinni. Þá neiti bílstjórarnir bæði að segja til nafns og gefa upp stéttarfélög sín í samtölum við verkfallsverði. Guðmundur segir í samtali við fréttastofu að aðgerðir hafi gengið vel í dag. Verkfallsverðir hafi byrjað morguninn hjá bílstjórum Kynnisferða við umferðarmiðstöðina. „Hér eiga sér stað verkfallsbrot. Hér eru menn í vinnu og við höfum verið að ræða við þá og þeir neita að gefa upp, bæði nöfn og þau félög sem þeir eru í, það er að segja þeir eru ekki Eflingarmenn. Allavega vilja þeir ekki gefa það upp. Og það eru brot á okkar samningum að þeir sem eru að keyra hér eru að keyra undir kjarasamningi Eflingar,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann þó verkfallsverði ekki ætla að stöðva akstur bílanna en gripið verður til annars konar aðgerða. „Við hins vegar tökum myndir af bílunum og skráum tímasetningu. Síðan verður þetta sent inn til Eflingar og síðan verður það sent áfram í kæruferli því hér er um augljóst verkfallsbrot að ræða.“Í spilaranum að ofan má sjá viðtal við Guðmund sem Jóhann K. Jóhannsson fréttamaður tók við BSÍ í morgun. Í spilaranum að neðan má sjá orðaskipti verkfallsvarða og bílstjóra Kynnisferða.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Verkfallið í dag hafi gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. 22. mars 2019 10:32
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05