Leigubílar munu aldrei anna aukningu meðal ferðalanga Jakob Bjarnar skrifar 21. mars 2019 13:27 Leigubílsstjórar eru í viðbragðsstöðu en Guðmundur Börkur segir þessi uppgrip ekkert sérstakt ánægjuefni. fbl/stefán Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“ Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Þó uppgrip séu í spilunum vegna verkfalls langferðabifreiða, sem brestur á um miðnætti að öllu óbreyttu, er það ekki svo að leigubílsstjórar hugsi sér gott til glóðarinnar. Guðmundur Börkur Thorarensen framkvæmdastjóri BSR-leigubíla segist ekki vilja nota orðið „uppgrip“ um komandi tíð. „Við reynum okkar besta en það er ljóst að leigubílstjórar geta ekki sinnt öllum þeim fjölda sem fer með rútufyrirtækjunum á sólarhring,“ segir Guðmundur Börkur í samtali við Vísi.Veruleg skerðing á farþegaflutningum Fyrir liggur að verkfallið mun setja strik í reikninginn hvað varðar flutninga á farþegum. Að sögn Viðars Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra Eflingar, er þetta á bilinu fjögur til fimm hundruð bílstjórar í Eflingu sem voru á kjörskrá. Og svo er um að ræða hátt í tólf hundruð hótelstarfsmenn sem munu leggja niður störf á miðnætti. Svo bætast meðlimir VR við.Vísir ræddi við Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóra Kynnisferða, fyrr í dag en hann segir að fyrirtækið muni einbeita sér að því að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. Að sögn Björns munu um 170 starfsmenn Kynnisferða leggja niður störf komi til verkfalla. Um fimmtán bílstjórar eru ekki í stéttarfélögunum tveimur sem boðað hafa verkföll og munu þeir keyra flugrútuna milli BSÍ og Keflavíkur á morgun. Þjónustan verður hins vegar skert. Leigubílsstjórar í viðbragðsstöðu Guðmundur Börkur segir að á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum séu um 600 leigubílar í heildina, og er þá litið til allra stöðva svo sem BSR, Hreyfils og Aðalstöðvarinnar í Keflavík. Hann segir að til þessa hafi komið áður, það er verkfall hjá rútubílsstjórum, og þá hafi verið mikið að gera. Og leigubílsstjórar eru nú í viðbragðsstöðu og fylgjast grannt með fréttum af gangi mála.Við erum þá að tala um fyrirsjáanleg uppgrip? „Mér finnst þetta ekki ánægjuefni. Upplifun ferðamannsins skiptir öllu mál. Ferðaþjónustan skila krónum í þjóðarbúið sem svo allir njóta með beinum og óbeinum hætti. Einn sólarhringur eða nokkrir dagar hafa ekki teljandi áhrif á afkomu leigubílstjóra, ekki þegar litið er til heils árs. En skiptir meiru fyrir afkomu leigubílsstjóra að ferðaþjónustan í heild gangi vel,“ segir Guðmundur Börkur. Sem telur þetta áhyggjuefni fyrir okkur öll. „Þetta skiptir alla máli. Ef ekki eru ferðamenn er fólk ekki í vinnu, í hótelum og svo mörgum öðrum greinum.“
Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Leigubílar Verkföll 2019 Tengdar fréttir Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Búast við verkfallsvörslu en ætla ekki í nein átök Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir að fyrirtækið muni fókusera á að halda flugrútunni á milli BSÍ og Keflavíkurflugvallar gangandi á morgun komi til verkfalla félagsmanna Eflingar og VR sem boðað hefur verið á miðnætti og áætlað er að standi í sólarhring. 21. mars 2019 12:05