Segir Vaðlaheiðargöng aðeins fyrir þá efnameiri Sveinn Arnarsson skrifar 21. mars 2019 06:15 Vaðlaheiðargöng tengja saman Þingeyjarsýslur og Eyjafjörð með göngum undir Vaðlaheiði. Fréttablaðið/Auðunn „Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Þessi samgöngubót er aðeins fyrir þá efnameiri. Við verðum að horfast í augu við þá staðreynd,“ segir Guðbergur Egill Eyjólfsson, íbúi í Fnjóskadal, en hann rekur ásamt fjölskyldu sinni dýragarðinn Daladýrð á bænum Brúnagerði í dalnum. Frá því Vaðlaheiðargöng voru opnuð hefur hann nýtt göngin enda margt að sækja til Akureyrar. Nú er svo komið að hann hefur tvisvar keypt 100 ferðir í göngin og eru þær ferðir búnar. „Við reynum eftir fremsta megni að fara Víkurskarðið aðra leiðina þar sem þetta er mikill kostnaður,“ segir Guðbergur.Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi í FnjóskadalÞá rekur fjölskyldan saumastofu og hafa starfsmenn komið frá Akureyri. „Allt mögulegt vinnuafl fyrir svæðið býr á Akureyri. Til að vera samkeppnishæf þá þurfum við að greiða hærri laun. Þetta er því nokkur farartálmi,“ segir Guðbergur. Hilmar Gunnlaugsson, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, segir 700 krónur á hverja ferð ekki hátt verð og að fyrirtækið verði að geta greitt af lánum. „Við sjáum á umferðartölum að við erum að fá í gegnum göngin þá umferð sem fór um Víkurskarðið í fyrra en auðvitað er of snemmt að fullyrða það að það haldi áfram,“ segir Hilmar. Göngin voru opnuð rétt fyrir síðustu jól og gjaldtaka hófst í byrjun árs. Mikið hefur verið rætt um að gjald fyrir þyngstu bifreiðar sé of hátt og fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa gagnrýnt hátt verð. Vaðlaheiðargöng reyndust miklu dýrari en ráð var fyrir gert og því þarf að greiða niður hærra lán með veggjöldum en vonir stóðu til.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Vaðlaheiðargöng Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira