Handbolti

Ljónin með tveggja marka forystu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðjón Valur er á sínu síðasta tímabili með Rhein-Neckar.
Guðjón Valur er á sínu síðasta tímabili með Rhein-Neckar. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen vann tveggja marka sigur á Nantes í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Löwen og Alexander Petersson þrjú, Ljónin unnu 34-32 sigur í Mannheim.

Jannik Kohlbacher átti stórleik fyrir Löwen og og skoraði 11 mörk.

Gestirnir í Nantes byrjuðu leikinn betur og voru yfir lungann úr fyrri hálfleik. Alexander Petersson jafnaði leikinn í 10-10 á 19. mínútu.

Eftir það var leikurinn mjög jafn en heimamenn náðu forystu og leiddu 18-16 í hálfleik.

Munurinn á liðunum varð aldrei mikill en Rhein-Neckar hélt forystunni allan seinni hálfleikinn og fór með sigur í leiknum.

Liðin mætast öðru sinni laugardaginn 30. mars og fer Löwen með betri stöðu inn í þann leik þó tvö mörk séu lítill munur í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×