Orð sem éta mann Toshiki Toma skrifar 20. mars 2019 19:04 Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Frá örófi alda hefur allskonar fólk í ólíkum löndum haft trú á því að orð hafi líf og kraft. Við Japanir trúðum að sérhvert orð væri með sinn sérstaka anda. Í kristinni trú hafa orð einnig stórt hlutverk eins og sést t.d. í byrjun Jóhannesarguðspjalls „(...) Orðið var Guð. (...) Í honum var líf og lífið var ljós mannanna.“ Sérhver kristinn maður á að boða Guðs orð með lífi sínu. „Orð“ eru mikilvæg og lífgefandi í kristinni trú. Jafnvel þótt maður trúi ekki á Krist, er erfitt að vera ósammála því að orð séu mikilvæg og að í þeim búi jákvæður kraftur. Annars hefði fólk ekki geymt þetta máltæki svo lengi sem elstu menn muna: „Penninn er sterkari en sverðið.“ Í orðum býr kraftur, því er einnig mikilvægt að halda í málfrelsi. En orð geta auðvitað líka verið misnotuð. Orð er hægt að nota ekki bara í jákvæðum tilgangi heldur til að skaða aðra menn, hallmæla eða bölva. Í kjölfar mótmæla flóttafólks á Austurvelli síðustu daga, hafa mörg skítug og ljót orð verið látin falla á samfélagsmiðlum. „Hyski“, „viðbjóður“, „grýta pakk“, „láta hengja sig“ og svo framvegis. Öllum þessum orðum var varpað fram gagnvart flóttafólki, ekki til fólks í valdastöðum sem getur borið hönd fyrir höfuð sér og andmælt, heldur til flóttafólks sem hefur enga aðra leið til að ávarpa þjóðfélagið nema á samkomu eins og var haldin á Austurvelli. Sumir hljóta að hafa notað slík orð á meðvitaðan hátt, aðrir gætu hafað notað þau bara ti að fá tilfinningalega útrás. En hvort sem er, skaða hatursorð aðrar manneskjur og samfélag okkar í heild. Mér finnst íslenskt samfélag verða skítugra í hatursorðræðu þessara daga. Það er ekki allt. Orð sem maður gefur frá sér endurspegla hugmyndarfræði manns, eðli og persónuleika. Þau birta mynd af manni sjálfum. Hvert einasta orð sem við látum frá okkur lýsir hver við erum. Og við erum metin og dæmd með þeim orðum sem við notum um aðra. Hatursorð skaða og skemma samfélagið en fyrst og fremst skaða þau þann sem lætur þau frá sér. Þau éta hann að innan. Í Gamla Testamentinu standa þessi orð: „eins er því farið með orð mitt sem kemur af munni mínum, það hverfur ekki aftur til mín við svo búið heldur kemur því til leiðar sem mér þóknast og framkvæmir það sem ég fel því“ (Jesaja 55:11) Orð eru gjöf frá Guði. Þess vegna skulum við nota þau á þann hátt sem Guði þóknast.Höfundur er prestur innflytjenda.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun