Innlent

SA segja verkfallsboðunina einungis eiga við um félagsmenn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.
Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Vísir/vilhelm
Boðuð verkföll ná einungis til starfsmanna sem eiga aðild að þeim stéttarfélögum sem hafa boðað verkföll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem send var til fjölmiðla til að bregðast við orðum Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

„Félagsdómur hefur ítrekað staðfest þá túlkun. Fullyrðing formanns Eflingar-stéttarfélags um að verkfall nái jafnframt til starfsmanna í öðrum stéttarfélögum eða jafnvel þeirra sem ekki eiga aðild að stéttarfélögum á sér enga stoð.“

Í tilkynningunni er tekið fram að það sé stjórnarskrárvarinn réttur einstaklinga að standa utan félaga. Þeir starfsmenn sem ekki eigi aðild að Eflingu skuli sinna sínum störfum eins og ekkert hafi í skorist.

„Samtök atvinnulífsins minna á að stéttarfélögum og „verkfallsvörðum“ er óheimild samkvæmt lögum að beita valdi við verkfallsvörslu eða hindra lögmæta starfsemi. Rísi ágreiningur um framkvæmd verkfalla heyrir hann undir Félagsdóm“

Vísað er til fréttar mbl.is sem fjallar um bréf sem formaður Eflingar á að hafa sent til forsvarsmanna hópbifreiðafyrirtækja á félagssvæði Eflingar í tengslum við sólarhringsverkfall sem hefur verið boðað á föstudag.

Á vefsvæði SA er hægt að lesa fréttatilkynninguna í heild sinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×