Seldi eigur sambýliskonu sinnar á Facebook eftir að hún flúði í Kvennaathvarfið Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2019 16:04 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð. Dómsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða fyrrverandi sambýliskonu sinni 750 þúsund krónur í skaðabætur vegna tjóns sem hún varð fyrir þegar hann neitaði að afhenda henni eigur hennar eftir að þau slitu samvistum. Maðurinn auglýsti eigur konunnar til sölu á Facebook þrátt fyrir að hún hafi gert ítrekaðar tilraunir til að nálgast þær. Áður hafði komið fram að maðurinn hafði ekki afhent konunni búslóð hennar að fullu, samkvæmt úrskurði sem kveðinn var upp í Héraðsdómi Reykjaness árið 2017. Þar krafðist konan þess að munirnir yrðu teknir úr vörslu mannsins en í þessu máli krafði hún manninn um skaðabætur að upphæð 1,5 milljóna króna.„Þarft enga löggu eða vesen“ Forsaga málsins er sú að fólkið var í sambúð og eignuðust saman börn. Þau slitu samvistum árið 2016 en konan flutti út af heimilinu og fór í Kvennaathvarfið ásamt börnum þeirra. Í málinu lágu fyrir útprentanir af fernum smáskilaboðum sem maðurinn sendi konunni eftir samvistarslitin í mars 2016. Í skilaboðunum biður maðurinn konuna ítrekað um að hitta sig og segir hana ekki þurfa „löggu eða vesen“, en fyrir liggur að konan fór á heimili mannsins í lögreglufylgd degi áður en hann neitaði að afhenda eigur hennar. Í fyrstu skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Hef ekkert heyrt frá þér líka varðandi dótið þitt hvort þú vilt fötin þín. Ég verð þá að láta fara með þau í Rauða Krossinn.“ Í þriðju skilaboðunum kemur meðal annars fram: „Er mjög til í að þú kíkir á mig í kvöld eða morgun og ég hjálpa þér að fylla bílinn. Þarft enga löggu eða vesen. Vil að börnin hafi e-h og þú átt dót og snyrtidót. Eina sem ég bið um í staðinn er stutt spjall yfir kaffi og að fá að kveðja börnin á facetime fyrir háttatíma á morgun.“ Ilmvötn, veski, snyrtivörur og sjónvörp Þá liggja einnig fyrir tölvupóstsamskipti lögmanna fólksins. Í tölvupósti lögmanns konunnar til lögmanns mannsins í maí 2016 kemur fram að konan hafi ekki enn fengið eigur sínar þrátt fyrir tvær tilraunir hennar til að sækja þær með lögreglu. Konan varð svo vör við það að maðurinn væri að auglýsa eigur hennar til sölu á sölusíðu á Facebook. Í framhaldinu ítrekaði lögmaður konunnar í fjórum tölvupóstum á tímabili fram til september ársins 2016 hvort mögulegt sé að konan geti nálgast eigur sínar, en fékk engin svör. Einnig var farið yfir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem maðurinn auglýsir til sölu ýmsa muni, meðal annars ilmvötn fyrir konur, kvenmannsveski og snyrtivörur. Einnig liggja fyrir útprentanir af Facebook-auglýsingum þar sem vinkona mannsins auglýsir til sölu ýmsa muni sem konan upplýsti fyrir dómi að væru hennar munir, en meðal þeirra voru sömu munir og maðurinn hafði áður auglýst. Við mat á tjóni konunnar leit dómurinn til þess að konan hafi miðað við verð á nýjum munum, sem maðurinn taldi of hátt. Konan lagði fram kvittanir og aðrar staðfestingar á kaupum muna, rúmlega ein milljón króna, en aðrar fjárhæðir byggðu á verðmati hennar sjálfrar. Þá lá fyrir að einhverjir af þeim munum sem maðurinn reyndi að selja voru ónotaðir og nýir, jafnvel enn með verðmiðum. Aðrir munir, sérstaklega dýrari munir eins og sjónvörp og stór heimilistæki voru eldri og notaðir. Bætur til handa konunni þóttu því hæfilega ákvarðaðar 750.000 krónur. Þá var manninum einnig gert að greiða 868 þúsund krónur í málskostnað í ríkissjóð.
Dómsmál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira