Elskendur í útrýmingarbúðum Bryndís Silja Pálmadóttir skrifar 20. mars 2019 14:00 Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Húðflúrarinn í Auschwitz Höfundur: Heather MorrisÞýðandi: Ólöf PétursdóttirÚtgefandi: Forlagið Blaðsíður: 298 Skáldævisagan Húðf lúrarinn í Auschwitz kom út á frummálinu fyrir rúmu ári. Verkið leit dagsins ljós í íslenskri þýðingu fyrr á þessu ári. Um er að ræða skáldævisögu skrifaða af hinni nýsjálensku Heather Morris, byggða á frásögnum slóvakíska gyðingsins Ludwigs Eisenberg frá árum hans í útrýmingarbúðum nasista. Það er ýmislegt sem gerir Húðflúrarann í Auschwitz frábrugðna öðrum frásögnum af helförinni, en helst er það að verkið er í grunninn ástarsaga tveggja fanga úr búðunum. Aðalsöguhetjan, Ludwig eða Lale, kemur til Auschwitz árið 1943. Fyrir röð tilviljana fær hann það verkefni að húðf lúra númer á aðra fanga í búðunum. Hann kynnist hinni ungu Gitu, þegar hann fær það verkefni að húðf lúra fanganúmer á hana. Húðflúrarinn í Auschwitz verður strax hugfanginn af ungu, ókunnugu konunni og fella þau hugi saman, mitt í skelfingu fangabúðanna. Vegna starfs síns í búðunum nýtur Lale ýmissa „fríðinda“ og tekst meðal annars að smygla inn í búðirnar lyfjum og mat til þess að halda sjálfum sér, en helst öðrum, á lífi. Hryllingurinn og myrkrið í verkinu víkur fyrir voninni og hinni mannlegu þrá til að lifa af og elska í búðunum sem brenndar eru í manna minni og saga hinna ungu elskenda er stórmerkileg. En þrátt fyrir að saga þeirra Lale og Gitu sé mögnuð þá skilar verkið henni ekki fyllilega. Bókin er byggð upp eins og nokkuð einfaldur reyfari eða ódýr ástarsaga sem maður finnur rykugan uppi í bústað. Samtölin eru einföld og oft, sérstaklega í síðari hluta verksins, tilgerðarleg. Lesanda þyrstir eftir meiri dýpt í umhverfið, allar litlu frásagnirnar í verkinu og samtölin. Á sama tíma nær verkið ekki að mála upp sterka mynd af Gitu. Lesandinn fær einungis að sjá hana flata, í gegnum augu Lale. Verkið er að sjálfsögðu skrifað út frá frásögnum Lale, svo það er að vissu leyti skiljanlegt en á sama tíma gerir höfundur tilviljanakenndar tilraunir til að skrifa út frá sjónarhorni Gitu og mistekst það. Verkið gerir sögu Gitu og Lale engan veginn fyllilega skil. Undirrituð getur ekki annað en óskað þess að sögupersónur væru enn á lífi til þess að hægt væri að gera aðra tilraun til að skrifa sögu þeirra. NIÐURSTAÐA: Mögnuð saga í litlausum búningi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Fleiri fréttir „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira