Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:30 Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38