Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2019 12:15 Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir. Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. Eitt helsta hlutverk Íslandsstofu er að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar-og markaðsstarfi. Henni er falið að efla ímynd og orðspor Íslands og styrkja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulíf á erlendum mörkuðum. Hún brást til að mynda við Eyjafjallagosinu árið 2010 með herferðinni Inspired by Iceland ásamt Icelandair. Inga Hlín Pálsdóttir forstöðumaður segir að viðbrögð stofnunarinnar við falli WOW AIR hafi fyrst og fremst falist í að fylgjast með umræðu um landið. „Það var auðvitað viðbragðsáætlun stjórnvalda sem við förum eftir. Við erum búin að vera að fylgjast mjög vel með því sem hefur verið að gerast og bregðumst við ef þurfa þykir. En umfjöllunin hefur verið mjög stabil erlendis og byggð á staðreyndum um WOW Air. Það er ekki verið að tengja hana við áfangastaðinn þannig að það hefur gengið mjög vel að fylgjast með þessu öllu saman,“ segir Inga Hlín. Hún segir að verkefnið nú sé að fylgjast með hvort fólk sé meðvitað um hvernig hægt sé að flúga til landsins. Íslandsstofa muni hrinda af stað markaðsátaki ef þörf verði á. „Við þurfum að fylgjast vel með núna að fólk haldi áfram að bóka ferður til landsins og viti af öðrum flugfélögum sem fljúga hingað. Við munum skoða með hagsmunum ferðaþjónustunnar hvaða skref verða tekin en auðvitað verðum við að bregðast mjög hratt við ef þess gerist þörf,“ segir hún. Hún telur að fleiri flugfélög muni bjóða ferðir til landsins. „Ég geri fastlega ráð fyrir að fleiri komi inn á markaðinn en það er alltof snemmt að segja til um það. Við sáum strax að Icelandair brást mjög hratt við aðstæðum og komu strandaglópum til landsins. Og við vonum að fleiri sjái tækifæri í Íslandi og taki þátt í því með okkur að byggja upp áfangastaðinn.“ segir Inga Hlín Pálsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira