„Ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. mars 2019 13:35 Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. skjáskot Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi. Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Andrúmsloftið er nokkuð þungt á Suðurnesjum eftir fall WOW air og fjölda uppsagna hjá fyrirtækjum á svæðinu að sögn forseta sveitarstjórnar í Reykjanesbæ. Brotthvarf flugfélagsins hefur jafnframt áhrif á útflutning sjávarafurða að sögn bæjarstjóra í Grindavík. Þingmenn kjördæmisins funda með fulltrúum sveitarstjórna á Suðurnesjum í dag. Líkt og kunnugt er misstu um ellefu hundruð starfsmenn WOW air vinnuna og fjöldi uppsagna hefur fylgt í kjölfarið í afleiddum störfum. Ber þar helst að nefna 315 starfsmenn Airport Associates sem fengu uppsagnarbréf í gær, en mörgum þeirra mun þó bjóðast áframhaldandi starf eftir endurskipulagningu hjá fyrirtækinu. Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, ætlar að í heildina geti á bilinu sex til sjö hundruð störf verið í húfi á svæðinu. „Rykið er svona að setjast og það var auðvitað verið að segja upp 315 manns hjá Airport Associates í gær þannig að það er ekki loku fyrir það skotið að það komi fleiri uppsagnir á næstunni en við svo sem vitum það ekki eins og staðan er núna,” segir Jóhann. Klukkan tvö í dag munu þingmenn svæðisins eiga fund með fulltrúum sveitarfélaganna á Suðurnesjum um þá stöðu sem uppi er. „Andrúmsloftið er náttúrlega þungt en við erum nú ýmsu vön á Suðurnesjum og reynum auðvitað bara að vera bjartsýn. Það hefur ýmislegt verið okkur í hag undanfarin misseri og við leggjum ekkert árar í bát, höldum bara ótrauð áfram,” segir Jóhann.Mismikil áhrif á sveitarfélögin Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, segir að áhrifin verði eflaust minni þar en í hinum sveitarfélögunum. „Við reiknum með að þetta hafi áhrif á okkar atvinnugrein, ferðamennskuna, og svo vil ég líka nefna það að WOW hefur flutt mikið af fiski frá Grindavík og þessu svæði með frakt til útlanda og þetta mun hafa einhver áhrif á þessa flutninga, að minnsta kosti tímabundið,” segir Fannar. Magnús Stefánsson, bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, segir að enn sé unnið að því að ná utan um stöðuna. „Við erum búin að vera að hugsa það og vinna í því að undirbúa hvað við þurfum að gera," segir Magnús. Í gær fundaði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra með sveitarstjórnamönnum, verkalýðsfélögum og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum. „Efnahagslífið stendur auðvitað sterkt og það er margt mjög jákvætt að gerast. En vissulega, til skamms tíma mun þetta hafa áhrif og það er þannig sem við horfum á það,” segir Ásmundur Einar, spurður hvort hann óttist aukið atvinnuleysi á Íslandi.
Grindavík Reykjanesbær Suðurnesjabær Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00 Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00 Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00 Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40 Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ábyrgðasjóður launa gæti orðið tómur fljótt Eftir fordæmalausan atvinnumissi þúsund manns við gjaldþrot WOW air í vikunni gæti hinn annars vel stæði Ábyrgðasjóður launa tekið á sig nokkurt högg á næstunni. Símar Vinnumálastofnunar voru enn rauðglóandi í gær. 30. mars 2019 07:00
Aldrei fleiri umsóknir um atvinnuleysisbætur Mörg hundruð umsóknir um atvinnuleysisbætur hafa borist Vinnumálastofnun síðan í gærmorgun en yfirvöld hafa samþykkt að verja auknu fé til að efla stofnunina. 29. mars 2019 20:00
Óttast fleiri uppsagnir Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir fyrirtæki hafa verið í aðhaldsfasa. Búist við miklu álagi hjá Vinnumálastofnun komandi misseri. 29. mars 2019 06:00
Uppsagnir hjá Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli Þetta staðfestir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar í samtali við Vísi. 29. mars 2019 17:40
Airport Associates segir upp 315 starfsmönnum Vonast til að ráða góðan hluta þess aftur. 29. mars 2019 14:43