30. mars, baráttudagur á Íslandi og í Palestínu Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 30. mars 2019 01:50 Á tónleikunum Rokk gegn her í Laugardalshöll 13. september 1980, komu fram fremstu rokkarar þess tíma á stærstu tónleikum íslenskra hljómlistarmanna sem haldnir höfðu verið fram að þeim. Það voru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn, Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Kjarnorkublúsarar að ógleymdum Kalla Sighvats sem stofnaði sérstaka hljómsveit og flutti nýtt verk undir nafninu Táragas. Þá lét Kalli jafnframt sýna heimilidarmynd frá 30. mars 1949 meðan á flutningi stóð sem tekin var utan við Alþingishúsið og sýndi ljóslega ofbeldið sem mótmælendum var sýnt með kylfum og táragasi. Það var Alþýðusamband Íslands sem stóð fyrir útifundi til að mótmæla aðild Íslands að NATÓ. Enginn vafi er á því að á þessum tíma var stór meirihluti þjóðarinnar á móti aðild að hernaðarbandalagi. Krafan var þjóðaratkvæði, sem fékkst ekki, og meiri hluti Alþingis samþykkti aðildina í skjóli lögregluofbeldis og gegn þjóðarvilja. Frá þessum tíma hefur dagurinn 30. mars löngum verið dagur mótmæla gegn NATÓ-aðild og Kalli Sighvats var svo sannarlega með fingur á púlsi þegar kom að Rokki gegn her. Í öðru landi hefur þessi dagur, 30. mars, einnig orðið að sérstökum baráttudegi. Það er í Palestínu en þar er hann nefndur Landdagurinn. Það var árið 1976 sem sex Palestínumenn, ríkisborgarar í Ísrael (hernáminu frá 1948), voru skotnir til bana í mótmælum gegn lagasetningu á ísraelska þinginu sem mismunaði palestínskum íbúum varðandi rétt til landsins. Þetta er í samræmi við löggjöf Ísraelsríkis á mörgum sviðum, Gyðingaríkisins Ísrael einsog yfirvöld krefjast að það sé kallað og viðurkennt, sem einkennist af aðskilnaðarstefnu, þar sem íbúum er mismunað á grunni trúarbragða. Alla tíð frá manndrápunum 1976 hefur þessa dags verið minnst, bæði meðal Palestínumanna innan Ísrael og í gjörvallri Palestsínu. Mótmælin tóku á sig nýjan og kröftugan svip á Gaza fyrir réttu ári er mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli hinna innilokuðu íbúa hófust þar föstudaginn 30. mars 2018 undir heitinu Gangan mikla fyrir heimkomu flóttafólks (The Great March of Return). Höfuðkrafan var um rétt flóttafólks til að snúa heim, en jafnframt hafa verið uppi kröfur um að umsátrinu verði aflétt sem nú hefur staðið í 12 ár og að bundinn verði endir á hernám Palestínu.Friðsömum mótmælum svarað með stríðsglæpumÍsraelstjórn svaraði þessum mótmælum með því að beita hernum af fullri hörku gegn friðsömum mótmælendum sem voru yfirleitt í um tveggja kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ísraelsher raðaði upp 100 leyniskyttum á landamærunum sem fengu frjálst skotleyfi á hverjum föstudegi og raunar einnig á öðrum dögum vikunnar, því að mótmæli hafa ekki einungis verið alla föstudaga, heldur á ólíkum stöðum flesta daga vikunnar í heilt ár. Framan af myrtu leyniskytturnar tugi manns í hverjum mótmælum en síðar meir fór þeim fækkandi. Særðir hafa skipt þúsund og algengt hefur verið að leyniskyttur skjóti í ganglimi ungra manna og hefur þurft að aflima marga vegna þess að ekki hefur verið hægt að gera að sárum. Ég hef séð skotsárin eftir byssukúlur úr nákvæmum langdrægnum leyniskytturifflum. Þau líkjast ekki venjulegum skotsárum heldur hefur verið átt við kúlurnar þannig að þær rífa upp holdið einsog eftir dum-dum kúlur. Sárin eru iðulega það stór og djúp, að barnshnefi kemst léttilega fyrir. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði á grundvelli rannsóknar óháðrar alþjóðlegrar nefndar að Ísraelsstjórn hefði gert sig seka um stríðsglæpi gagnvart friðsömum mótmælendum á Gaza með fjöldamorðum og limlestingum.Aðstoð frá Íslandi - en gera þarf beturÞað vildi vel til að undirrituðum tókst með góðra manna hjálp að koma í haust efni i 70 gervifætur á ALPC, gervilimastöðina í Gazaborg, sem er ein um að smíða gervilimi á Gaza. ALPC hefur verið samstarfsaðili Félagsins Ísland-Palestína frá árinu 2009, þegar verkefni okkar hófst í samvinnu við Össur Kristinsson. Fyrr á árinu höfðum við með aðtoð UNRWA náð að sendi efni í 30 fætur, en þessi 100 sett voru framlag frá Össuri. Það virðist stundum vera Kleppsvinna að stunda hjálparstarf í Palestínu, það nást aldrei endar saman vegna grimmdar hernámsins. Fórnarlömb árása hersins verða alltaf fleiri en hægt er að hjálpa. En samt verður að reyna. Þó skiptir meira máli að Ísraelsstjórn fái skýr skilaboð um mál sé að linni. Margt bendir til að aðferðirnar sem notaðar voru gegn Apartheid stjórninni í Suður-Afríku með sniðgöngu á öllum sviðum og efnahagslegum þvingunum kunni að gagnast gagnvart Ísrael. Það sem gildir eru friðsamar en ákveðnar aðgerðir sem knýja fram stefnubreytingu þannig að hernáminu linni. Bandaríkin bera þyngsta ábyrgð og eru sá aðili sem getur snúið stefnu Ísraels. Alþingi hefur mótað stefnu friðar og réttlætis gagnvart Palestínu og Ísrael. Stjórnvöld þurfa að fylgja þeirri stefnu af enn meiri krafti.Höfundur er læknir og fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á tónleikunum Rokk gegn her í Laugardalshöll 13. september 1980, komu fram fremstu rokkarar þess tíma á stærstu tónleikum íslenskra hljómlistarmanna sem haldnir höfðu verið fram að þeim. Það voru Bubbi Morthens og Utangarðsmenn, Mezzoforte, Þursaflokkurinn, Kjarnorkublúsarar að ógleymdum Kalla Sighvats sem stofnaði sérstaka hljómsveit og flutti nýtt verk undir nafninu Táragas. Þá lét Kalli jafnframt sýna heimilidarmynd frá 30. mars 1949 meðan á flutningi stóð sem tekin var utan við Alþingishúsið og sýndi ljóslega ofbeldið sem mótmælendum var sýnt með kylfum og táragasi. Það var Alþýðusamband Íslands sem stóð fyrir útifundi til að mótmæla aðild Íslands að NATÓ. Enginn vafi er á því að á þessum tíma var stór meirihluti þjóðarinnar á móti aðild að hernaðarbandalagi. Krafan var þjóðaratkvæði, sem fékkst ekki, og meiri hluti Alþingis samþykkti aðildina í skjóli lögregluofbeldis og gegn þjóðarvilja. Frá þessum tíma hefur dagurinn 30. mars löngum verið dagur mótmæla gegn NATÓ-aðild og Kalli Sighvats var svo sannarlega með fingur á púlsi þegar kom að Rokki gegn her. Í öðru landi hefur þessi dagur, 30. mars, einnig orðið að sérstökum baráttudegi. Það er í Palestínu en þar er hann nefndur Landdagurinn. Það var árið 1976 sem sex Palestínumenn, ríkisborgarar í Ísrael (hernáminu frá 1948), voru skotnir til bana í mótmælum gegn lagasetningu á ísraelska þinginu sem mismunaði palestínskum íbúum varðandi rétt til landsins. Þetta er í samræmi við löggjöf Ísraelsríkis á mörgum sviðum, Gyðingaríkisins Ísrael einsog yfirvöld krefjast að það sé kallað og viðurkennt, sem einkennist af aðskilnaðarstefnu, þar sem íbúum er mismunað á grunni trúarbragða. Alla tíð frá manndrápunum 1976 hefur þessa dags verið minnst, bæði meðal Palestínumanna innan Ísrael og í gjörvallri Palestsínu. Mótmælin tóku á sig nýjan og kröftugan svip á Gaza fyrir réttu ári er mjög fjölmenn og friðsöm mótmæli hinna innilokuðu íbúa hófust þar föstudaginn 30. mars 2018 undir heitinu Gangan mikla fyrir heimkomu flóttafólks (The Great March of Return). Höfuðkrafan var um rétt flóttafólks til að snúa heim, en jafnframt hafa verið uppi kröfur um að umsátrinu verði aflétt sem nú hefur staðið í 12 ár og að bundinn verði endir á hernám Palestínu.Friðsömum mótmælum svarað með stríðsglæpumÍsraelstjórn svaraði þessum mótmælum með því að beita hernum af fullri hörku gegn friðsömum mótmælendum sem voru yfirleitt í um tveggja kílómetra fjarlægð frá landamærunum. Ísraelsher raðaði upp 100 leyniskyttum á landamærunum sem fengu frjálst skotleyfi á hverjum föstudegi og raunar einnig á öðrum dögum vikunnar, því að mótmæli hafa ekki einungis verið alla föstudaga, heldur á ólíkum stöðum flesta daga vikunnar í heilt ár. Framan af myrtu leyniskytturnar tugi manns í hverjum mótmælum en síðar meir fór þeim fækkandi. Særðir hafa skipt þúsund og algengt hefur verið að leyniskyttur skjóti í ganglimi ungra manna og hefur þurft að aflima marga vegna þess að ekki hefur verið hægt að gera að sárum. Ég hef séð skotsárin eftir byssukúlur úr nákvæmum langdrægnum leyniskytturifflum. Þau líkjast ekki venjulegum skotsárum heldur hefur verið átt við kúlurnar þannig að þær rífa upp holdið einsog eftir dum-dum kúlur. Sárin eru iðulega það stór og djúp, að barnshnefi kemst léttilega fyrir. Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktaði á grundvelli rannsóknar óháðrar alþjóðlegrar nefndar að Ísraelsstjórn hefði gert sig seka um stríðsglæpi gagnvart friðsömum mótmælendum á Gaza með fjöldamorðum og limlestingum.Aðstoð frá Íslandi - en gera þarf beturÞað vildi vel til að undirrituðum tókst með góðra manna hjálp að koma í haust efni i 70 gervifætur á ALPC, gervilimastöðina í Gazaborg, sem er ein um að smíða gervilimi á Gaza. ALPC hefur verið samstarfsaðili Félagsins Ísland-Palestína frá árinu 2009, þegar verkefni okkar hófst í samvinnu við Össur Kristinsson. Fyrr á árinu höfðum við með aðtoð UNRWA náð að sendi efni í 30 fætur, en þessi 100 sett voru framlag frá Össuri. Það virðist stundum vera Kleppsvinna að stunda hjálparstarf í Palestínu, það nást aldrei endar saman vegna grimmdar hernámsins. Fórnarlömb árása hersins verða alltaf fleiri en hægt er að hjálpa. En samt verður að reyna. Þó skiptir meira máli að Ísraelsstjórn fái skýr skilaboð um mál sé að linni. Margt bendir til að aðferðirnar sem notaðar voru gegn Apartheid stjórninni í Suður-Afríku með sniðgöngu á öllum sviðum og efnahagslegum þvingunum kunni að gagnast gagnvart Ísrael. Það sem gildir eru friðsamar en ákveðnar aðgerðir sem knýja fram stefnubreytingu þannig að hernáminu linni. Bandaríkin bera þyngsta ábyrgð og eru sá aðili sem getur snúið stefnu Ísraels. Alþingi hefur mótað stefnu friðar og réttlætis gagnvart Palestínu og Ísrael. Stjórnvöld þurfa að fylgja þeirri stefnu af enn meiri krafti.Höfundur er læknir og fyrrum formaður félagsins Ísland-Palestína.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun