Fótbolti

Fanndís lék hundraðasta leikinn og stelpurnar koma taplausar heim frá Suður-Kóreu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Hönnudóttir skoraði í báðum leikjunum í Suður-Kóreu.
Rakel Hönnudóttir skoraði í báðum leikjunum í Suður-Kóreu. Getty/Eric Verhoeven
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu gerði 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu í morgun í seinni vináttuleik þjóðanna sem báðir fóru fram í Asíuríkinu.

Rakel Hönnudóttir skoraði mark íslenska liðsins og skoraði því í báðum leikjunum en hún skoraði sigurmarkið í fyrri leiknum sem vannst 3-2.

Rakel kom inn á sem varamaður í fyrri leiknum en að þessu sinni spilaði hún í holunni fyrir aftan Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur.

Rakel skoraði markið sitt á 22. mínútu og kom íslenska liðinu í 1-0 en þær suðurkóresku jöfnuðu metin á 28. mínútur. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum.

Íslensku stelpurnar snúa því taplausar heim frá Kóreu en þær léku þessa leiki án nokkurra lykilmanna eins og fyrirliðans Söru Björk Gunnarsdóttur og varafyrirliðans Sifjar Atladóttur.

Íslenska liðið fékk aðeins eitt gult spjald í leiknum og það fékk landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson á 87. mínútu. Hann hefur nú stýrt íslenska liðinu í sex landsleikjum, unnið þrjá, gert tvö jafntefli og aðeins tapað einum leik.





Fanndís Friðriksdóttir lék þarna sinn hundraðasta landsleik og spilaði í 76 mínútur áður hún fór af velli fyrir aðra hundrað leikja konu, Hallberu Guðnýju Gísladóttur.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var fyrirliði íslenska liðsins í leiknum.





Byrjunarlið Íslands í leiknum:

Sonný Lára Þráinsdóttir (Markvörður)

Ingibjörg Sigurðardóttir

(60., Ásta Eir Árnadóttir)

Guðrún Arnardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Sigríður Lára Garðarsdóttir

(70.,Andrea Mist Pálsdóttir)

Sandra María Jessen

(60., Selma Sól Magnúsdóttir)

Rakel Hönnudóttir

(70., Lára Kristín Pedersen)

Fanndís Friðriksdóttir

(76., Hallbera Guðný Gísladóttir)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir










Fleiri fréttir

Sjá meira


×